Blogg
Kærleikur
Kærleikurinn er fólgin í svo mörgu, eins og því að vera góður við náungann. Stundum langar okkur til þess að vera góð en vitum ekki hvernig við eigum að gera það.
Unglingar og foreldrar
Þegar barnið sem nú er að verða orðið fullorðið, var að stíga sín fyrstu skref var heimilið í hers höndum. Kristalsskálin var færð í efstu hilluna, tröppurnar niður í kjallarann voru lokaðar af og allt var gert til að barnið færi sér ekki að voða.
Frelsi
Fyrir mér er frelsi þegar ég finn ferskann vindinn blása. Standa úti í móa og horfa á öll villtu blómin sem vaxa þar óheft. Það er að vita að ég er einungis ábyrgur fyrir sjálfum mér og þeim skuldbindingum sem ég hef valið. Vitandi að það er ekkert sem getur orðið í vegi mínum og enginn getur hindrað að ég muni upplifa drauma mína.
Að opna hjarta okkar fyrir öðrum
Kærleikurinn er sterkasta aflið í heiminum, ekkert getur sigrað sannan kærleika sem er gefinn skilyrðislaust. Það merkilega er hversu spör við erum oft á að veita hann bæði okkur sjálfum og öðrum.
ÞÚ
Taktu þér góðan tíma í dag til að vera hamingu-samur/söm. Tíminn er engin hraðbraut milli vöggu og grafar, heldur staður til að fá sér sæti og njóta augnabliksins. - Vertu ÞÚ!! og njóttu þess
Dýrmæt gjöf
Sjáðu fyrir þér þann sem þér þykir vænst um og skiptir þig mestu máli í lífinu. Upplifðu tilfinninguna sem þú finnur, og leyfðu þér að dvelja með henni um stund.
Orð þín og gjörðir skipta máli
Aldrei vanmeta þann kraft sem býr í gjörðum þínum. Eitt lítið atriði (þ.e. t.d. hvernig þú bregst við í vissum aðstæðum) getur breytt lífi annarrar manneskju, til góðs eða ills.
7 lífsreglur
Ekki bera líf þitt saman við líf annarra og dæmdu engan. Þú veist ekki allt um þeirra ferðasögu. - Sættu þig við fortíðina svo hún rugli ekki núið þitt.
Sterk sjálfsmynd er góð forvörn
Svo virðist að þeir sem strax í uppvexti njóta umhyggju, öryggis og aga og eru jafnframt hvattir snemma til að bera ábyrgð og sýna öðrum virðingu, eigi auðveldara með að takast á við ögranir og erfiðleika seinna í lífinu.
Þeir leitast við að finna lausnir, þora frekar að leita sér ráða og aðstoðar, líta á sig sem gerendur í eigin lífi og leggja sig fram við að læra af velgegni og mistökum.
Nýjar áskoranir
Á ferð okkar í gegnum lífið er sífellt verið að leggja fyrir okkur hindranir, áskoranir, fólk í þeim tilgangi að veita okkur tækifæri til að vaxa og þroskast.
Gríptu inní áður en fikt verður að fíkn
Þær breytingar sem verða á hegðun og mörgum hreyfingum hjá unglingi ætti að vera foreldrum vísir að því að hann sé farinn að nota vímuefni. Það er ekki auðvelt að átta sig á því þegar börn og unglingar fara að fikta við vímuefni.- Gríptu inní áður en fikt verður að fíkn.
Netfíkn
Netfíkn er vandi sem hrjáir gjarnan ungt fólk og því geta vel upplýstir og undirbúnir foreldrar gripið inn í vandræðaástand áður en það ágerist. Líkt og með svo margt annað, er best að vinna með vandann snemma.
Forvarnir hefjast heima - ÞÚ skiptir máli pocast
ÞÚ skiptir máli Podcast hefur að geyma forvarnatengda þætti um ýmis málefni sem margir eru að glíma við í sínu daglega lífi. - Forvarnir til framtíðar og við vonum að þið munið hafa gagn af og við náum að hjálpa einhverjum.
Örin voru komin til að vera (saga)
Þetta er einmitt það sem gerist þegar einelti er beitt gegn öðrum. Hversu oft sem gerandinn bæði fórnarlambið afsökunar, þá væru örin komin til að vera og fylgja fórnarlömbunum allt þeirra líf.
ÞÚ skiptir máli (saga)
Flest okkar hegðum við okkur þannig eins og að við höfum gleymt því að lífið endar einn góðan veðurdag. Enginn okkar veit hvenær sá dagur verður. Þess vegna bið ég þig að segja við þá sem þér þykir vænt um hvað þeir séu þér mikilvægir og þau eigi sérstakan stað í hjarta þér. Gerðu það oft áður en það verður of seint.
Megi það byrja hjá mér
Slagorðið Megi það byrja hjá mér minnir okkur á að bíða ekki eftir að aðrir breytist og að við réttlætum ekki slæma hegðun okkar með því að aðrir hegði sér illa eða komi illa fram við okkur.
Slepptu takinu ...
Slepptu takinu og þú öðlast hamingju.- Leyfðu fólki að vera það sjálft. Þú eyðir orku og óþarfa tíma í slíka stjórnun. Vertu þú sjálf/ur og leyfðu öðrum að vera sjálfum sér samkvæmir.
9 ára byrjaði ég að spila í kössunum.
Ég tímdi aldrei að kaupa mér neitt, peningar voru til að setja í kassann. Peningar sem áttu að fara í föt, nesti og annað enduðu oft í kassanum. 12 ára byrjaði ég að vinna í fiski og var alltaf tilbúin að vinna aukavinnu til að fóðra fíknina sem ég náði að sjálfsögðu aldrei að tengja saman. Ég var alltaf að safna en það var alveg sama hvað ég þénaði, það fór allt.
Erfiðar tilfinningar
Þegar við finnum fyrir erfiðum tilfinningum reynum við oftar en ekki að breyta aðstæðum til að okkur líði betur í stað þess að skoða hvað þessar tilfinningar eru að kenna okkur. Tilfinningar okkar eru mikilvægur áttaviti sem bendir okkur á hvað skiptir máli í lífi okkar.
Fyrirgefning
Það eru svo margir sem líta á að fyrirgefning sé það sama og að gefa eftir, að láta eitthvað viðgangast eða sem veikleikamerki. en fyrirgefning er ákveðin leið til að sleppa , þegar við fyrirgefum, þá sleppum við sársaukanum ásamt refsingunni og við erum frjáls.