Megi það byrja hjá mér

Við erum ábyrg fyrir okkar eigin breytni, tilfinningum, líðan og hegðun.

Slagorðið Megi það byrja hjá mér minnir okkur á að bíða ekki eftir að aðrir breytist og að við réttlætum ekki slæma hegðun okkar með því að aðrir hegði sér illa eða komi illa fram við okkur.

Að við séu ekki vansæl af því aðrir geri okkur ekki hamingjusöm heldur eigum við að hefjast handa og uppfylla okkar þarfir sjálf. Erum við að leggja eitthvað jákvætt af mörkum til þess sem fram fer eða stöndum við bara hjá og gagnrýnum aðra fyrir að hlutirnir séu ekki í lagi. Breytum við því sem við getum breytt eða ætlumst við til að aðrir sjái um alla hluti fyrir okkur.

Previous
Previous

ÞÚ skiptir máli (saga)

Next
Next

Slepptu takinu ...