Kæri lesandi takk fyrir að kynna þér síðuna okkar og vonandi kemur hún þér að gagni.
ÞÚ skiptir máli er nafn á forvarnaverkefni sem hófst árið 2016 og teygði arma sína strax langt, m.a. í Tónasmiðju „skapandi starf“, opin fræðslukvöld, fræðslustarf fyrir grunnskóla og íþróttafélög, stuðningsmiðstöð og fleira. Árið 2019 var ráðist í að búa til þessa heimasíðu, enn hér er að finna margt fróðlegt og gagnlegt sem þú þarft að vita um forvarnir og fræðslu um þau málefni sem aldrei of oft er talað um, en það eru eineltis, fíkni og sjálfsvígsforvarnir, skaðsemi, áhrif, bata og lausnir.
ÞÚ skiptir máli eru almenn félagasamtök með kennitölu 580319-0330
Öll starsfemi ÞÚ skiptir máli er unninn í sjálfboðavinnu og í ófjárhagslegum tilgangi.
Stofnendur ÞÚ skiptir máli eru frændsystkinin Elvar Bragason og Harpa Steingrímsdóttir.
Elvar er menntaður forvarna og fíkniráðgjafi og með alþjóðleg réttindi sem slíkur frá ráðgjafaskóla Íslands og hefur Elvar unnið í forvörnum og ráðgjöf s.l. 15 ár.
Harpa er menntuð sjúkraliði og með áratuga starfsreynslu á sviði umönnunar.
ÞÚ skiptir máli fá til sín svo einstaklinga í ýmis verkefni til að gera gott starf enn betra m.a. verklegan handleiðara sem er menntuð í sálfræði og með MA í Lýðheilsufræði.
Ef upp vakna einhverjar spurningar, þá endilega sendið á okkur á mail [email protected]