Gríptu inní áður en fikt verður að fíkn
Þær breytingar sem verða á hegðun og mörgum hreyfingum hjá unglingi ætti að vera foreldrum vísir að því að hann sé farinn að nota vímuefni. Það er ekki auðvelt að átta sig á því þegar börn og unglingar fara að fikta við vímuefni. Einkennin eru nefnilega oft mjög lík eða mjög svipuð einkennum sem tengjast unglingsárunum, gelgjunni. Það að um líkt sé að ræða, má ekki verða til þess að foreldrar eða ættingjar unglingsins loki augunum og bregðist ekki við breyttri hegðun eða atferli og hugsi sem svo, að einungis sé um dæmigerð einkenni gelgju unglingsins að ræða.
Þegar upp er kominn grunur foreldra, sem er í raun vantraust, vegna breytts ástands, þá á þessi grunur oft við rök að styðjast. Því er nauðsynlegt að tengsl og traust sé á milli foreldra og barna, og foreldrar þekki venjur og áhugamál þeirra. Þá ættu allar grunsemdir foreldra ef upp koma, við rök að styðjast. Foreldrar sem eru vissir í framangreindu geta þá gripið inn í og fiktið verður ekki að fíkn.
Einkenni eða breytt hegðunarmynstur unglinga og stundum barna eru eftirfarandi, og öllum foreldrum ráðlagt að skoða og bregðast við þeim á réttan hátt ef upp koma.
Skyndilegur og breyttur lífsstíll, t.d. á fatnaði, breytt viðhorfi til lífsins, kunningja hópur breytist, og oft tónlist svo eitthvað sé nefnt.
Breyting verður á skapi, mikil reiði.
Lystarleysi kemur upp, hugsi,( þögull) drungi, og syfja.
Góð tengsl við foreldra rofnar, áhugi á fjölskyldunni minnkar, heimboð hunsuð.
Áhugaleysi á því sem var þeim kært að stunda, íþróttir, nám og þau forðast góða vini.
Unglingurinn verður áhugalaus, t.d. á lærdómi og árangur í skóla versnar, og hann finnur sér nýjan kunningjahóp.
Viðkomandi stundar illa vinnu, boðar oft forföll, ástæður vegna fjarvista verða skröksögur.
Sjálfsvirðing dvínar vegna neyslunnar og engin áhugi er á, að þrífa sig, né umhverfi sitt.
Öfgakennd viðbrögð og viðkomandi tekur öllum afskiptum af sínum málum mjög illa.
Staðinn að lygi og oft er um laumulegt hátterni að ræða.Foreldrar gefi vísbendingum gaum.
Þjófnaðir, peningar fjölskyldunnar hverfa, unglingurinn er staðinn að svikum og falsi.
Lögregla þarf oft að hafa afskipti af unglingnum, vegna óreglu eða afbrota.
Hvað á ég að gera, ef unglingur, barnið mitt lendir í vanda ?
Ef þig fer að gruna að unglingur noti vímuefni, er mikilvægt að þú bregðast rétt við. Að finna til vanmáttarkenndar og hræðslu er eðlilegt.
Ekki ráðast á barnið með ásökunum, því þá missir þú traust þess. Sýndu umfram allt stillingu.
Ekki ásaka sjálf þig. En neytandinn/unglingurinn, mun ásaka þig, því það er eitt af einkennum/afleiðingum neyslunnar.
Það er hægt að fá upplýsingar um vímuefni á heilsugæslustöðvum, hjá læknum, SÁÁ, skólum og á bókasöfnum og víða á Netinu.
Þekktu vini eða kunningjahópinn og þeirra áhugmál, þannig aukast líkur á því að þú þekkir til, ef um vímuefnamisnotkun er að ræða.
Þú skalt alltaf reyna að þekkja foreldra vina barna þinna. Talaðu við foreldra í svipaðri stöðu ef þú grunar unglinginn/barnið um neyslu á vímuefnum. Reynsla annarra foreldra getur hjálpað þér mikið.
Fræðsla :
Vímuefni verka með einum eða öðrum hætti á miðtaugakerfið og starfsemi þess. Áhrif vímuefna á það, má rekja til truflunar á starfsemi og efna sem bera boð til tauga, sem stjórna viðbrögðum einstakra líffæra. Þetta veldur því að neysla vímuefna raskar og truflar starfsemi líffæra. Þetta skýrir m.a. breytingar á skynjun, tilfinningum og skapferli.
Þau áhrif sem vímuefni hafa á líkamsstarfsemi og andlega og líkamlega færni, geta haft mikil áhrif. Þunglyndi sem hrjáir oft neytendur e pillunar, er til komið af þessum sökum. Annað dæmi eru áhrif kannabisefna á nýminni og þar með námshæfni. Einnig má nefna heilaskemmdir, sem verða vegna þess að öndun hefur stöðvast um hríð og heilinn ekki fengið nauðsynlegt súrefni í lengri eða skemmri tíma. Þetta er t.d. þekkt í tengslum við sniffefni.
Neyslan getur því leitt til mikilla og afdrifaríkra breytinga á lífsvenjum, sem rekja má til skertrar getu til þess að takast á við viðfangsefni lífsins og njóta lífshamingju. Þunglyndi er erfitt að fást við, skert námsgeta takmarkar möguleika fólks til þess að nýta sér hæfileika sína, varanlegar heilaskemmdir útiloka fólk nánast frá þátttöku í samfélaginu, o.s.frv.
Ýmis áhrif vímuefna á líkamsstarfsemina geta verið varanleg og lagast ekki þó að neyslunni sé hætt.
GRÍPTU INNÍ ÁÐUR EN FIKT VERÐUR AÐ FÍKN