Sjálfshjálp

Hamingja er ákvörðun 

Velgengni og hamingja eru tilfinningar sem allar manneskjur á jörðinni þrá í hjarta sínu. En samt hamingjan1_1108482.jpg leita flest okkar af hamingjunni á röngum stöðum, sem veldur okkur enn meiri vonbrigðum og kvöl.

Það er vegna þess að við erum að leita af hamingjunni fyrir utan okkur sjálf, eftir einhverjum hlut eða eftir því að einhver annar færi okkur hamingjuna.

Við förum frá herberbergi til herbergis í leit að demantshálsfestinni sem er utan um hálsin á okkur.

Við leitum að hamingjunni allstaðar, en við sjáum aldrei hvar hún raunverulega er, sem er í okkur sjálfum.

Ég held að við getum öll samþykkt að hamingjan kemur ekki frá veraldlegum hlutum, eins og að aka flottum bíl eða að vera með mikils metinn titil. ( þó að svoleiðis hlutir geti fært ánægju inn í líf okkar)

Hamingja veltur ekki á öðru fólki, eins og hvort við umgöngumst mikilvægt fólk eða ekki. Að hafa elskandi og styðjandi fólk í kringum sig, færir manni ánægju og skemmtun.

Hamingjan veltur ekki á því hvað gerist, svo ef þú ert á staðnum, þá er það gott og ef þú ferð þá er það líka gott.

Hamingju er ekki hægt að finna í ytri heimi.

Aðal fyrirstaða hamingjunnar er röng hugsun. Til dæmis að halda að einhver eða eitthvað færi manni hamingju.

Hvar finnur maður eiginlega hamingjuna?  Hættu að leita fyrir utan þig, eftir einhverju sem aðeins finnst innra með þér. Taktu ákvörðun um að verða hamingjusamur einstaklingur.

 

Segðu upphátt

Hamingjan veltur á ákvörðun minni um að vera hamingjusamur einstaklingur.
Hugleiddu það, hefur þú einhvern tímann tekið meðvitaða ákvörðun um að vera hamingjusamur einstaklingur? Ég myndi giska á að svarið væri NEI.  

Hér kemur ákveðið boð til þín um að vera hamingjusamur einstaklingur!

Sameinum orku okkar fyrir hamingju.

Segðu upphátt

Ég , nafnið þitt, ákveð að vera hamingjusamur einstaklingur núna, þrátt fyrir hvernig veðrið er, hvernig heimurinn er eða það sem gerist fyrir mig.  Ég veit að það er réttur minn að vera hamingjusamur. Ég fylli líf mitt af jákvæðni og lýsi allt innra með mér, ég endurheimti hamingjuna og hamingjan endurheimtir mig. Svona einfalt er þetta.


Grein eftir Sigurð Erlingsson

Þýtt og birt í samvinnu við ThisIsMySuccess.com, með leyfi höfundar.

Fyrirgefning er leið til að sleppa.

Samt eru svo margir sem líta á að fyrirgefning sé það sama og að gefa eftir, að láta eitthvað viðgangast eða sem veikleikamerki.  Eins og að fyrirgefa einhverjum eða sjálfum sér sé samþykki á áframhaldandi virðingarleysi eða misnotkun.  Með því að fyrirgefa ekki, erum við í raun að skaða okkur sjálf meira heldur en upphaflegi skaðinn var. Þegar við fyrirgefum, þá sleppum við sársaukanum ásamt refsingunni og við erum frjáls.

 

Fyrirgefning vinnur ekki gegn heilbrigðum takmörkum eða því sem við höfum lært frá eigin upplifun.  Í stað þess kennir það okkur að víkka innri þekkingu og traust. Hver upplifun sem við höfum orðið fyrir er tækifæri til að læra, vaxa og byggja upp samúð. Án fyrirgefningar, munum við verða vansæl og bitur, og á endanum missa lífsgleðina.Krafturinn á bak við fyrirgefninguna er mjúkur og hlýr; það er form af sjálfsumhyggju og losun. Þú getur valið að vera í því formi hvenær sem þú vilt.

 

1.  Sjáðu fyrir þér mynd af einhverri persónu sem hefur skaðað þig í lífi þínu. Taktu eftir hvort þú sért ennþá að upplifa sársaukann. Ef ekki, finndu þá frelsið við að sleppa takinu. Ef þú ert ennþá að upplifa sársauka, spurðu sjálfan þig hvernig þetta er að snerta þig í núinu? Skrifaðu niður hvað  er jákvætt fyrir þig og hvað er neikvætt.  Listinn mun síðan útskýra sig sjálfur. 

 

2. Fyrir hverja persónu sem hefur skaðað þig í lífinu, áttaðu þig á hvaða skoðun sem þú hefur á þeim. Finnur þú fyrir gremju? Skrifaðu niður hvað þarf til að þú getir sleppt takinu? Byrjaðu strax. Eitt skerf í einu færir þig einu skerfi nær friði og hamingju. 

 

3. Hvar hefur þú ekki fyrirgefið sjálfum þér? Hvað gerir það þér? Hvernig myndi þér líða ef þú slepptir og veitti þér frelsi? Fáðu skýra mynd í hugann, skrifaðu hana niður. Festu myndina og huganum og hafðu það sem þú skrifaðir niður einhverstaðar þar sem þú sérð það alltaf. 

 

4. Stilltu þig inn á hreinan kraft af fyrirgefningu, með því að loka augunum og finndu kyrrðina í sálu þinni og hjarta. Róaðu hugann og líkamann. Ímyndaðu þér fallegan geisla með gylltu ljósi nokkur fet fyrir framan þig sem lýsir upp staðhæfinguna fyrirgefning. Ímyndaðu þér að þú stígir inn í þennan hreina kraft af fyrirgefningu. Finndu hvernig þér líður. Láttu nú allan líkamann umvefjast þessari orku.   

 

5. Þegar þú ert tilbúinn að fyrirgefa, ímyndaðu þér að einhver sem þér gremst standi fyrir framan þig. Einbeittu þér þér að tilfinningunni að fyrirgefa um leið og þú horfir á viðkomandi, mjög mikilvægt að horfa djúpt inní sál þeirra. Þú munt sjá að hún er hrein og blíð. Flest fólk gerir sér ekki grein fyrir þeim sársauka sem það veldur öðrum. Leyfðu sjálfum þér að sleppa sársaukanum og frelsaðu þig frá viðkomandi með því að fyrirgefa þeim. Fyrirgefðu sjálfum þér. 

 

6. Næst þegar einhver særir þig, spurðu sjálfan þig hvernig þig langar til að líða.  Langar þig að vera reiður, sár og gramur eða viltu frekar vera hamingjusamur og frjáls? Ef þú er tilbúinn að líða betur, veldu þá að fyrirgefa, sem er í raun leið til að sleppa. Skilgreindu síðan hvaða takmörk þú vilt setja gagnavart viðkomandi eða þú getur líka valið að þú viljir ekki hafa þessa manneskju í lífi þínu meira. Valið er þitt. 

 

" Að fyrirgefa er eins og að gefa fanga frelsi og uppgötva að fanginn ert þú sjálfur."

Lífið er núna

Borðarðu einhvern tímann ís án þess að fá samviskubit og hugsa, hmm ég er nú of þung/ur?  

Ertu stöðugt að fresta því að fara í frí, þangaði til þú hefur safnað nægum peningum fyrir fríinu eða bara þangað til stendur betur á?  Frestarðu skemmtilegum tækifærum, vegna þess að þú telur þig hafa annað meira áríðandi verkefni sem þarf að ljúka?Flestir eru 100% sekir um um þessi atriði núna.  

Lífið þitt líður hjá, á meðan þú finnur þér stöðugt afsakanir, engin veit sína ævi, svo það er rétt að njóta hverrar stundar með þeim sem skipta þig máli, núna strax.  Ekki vera of upptekinn að lifa lífinu þannig að þú sért alltaf að velta fyrir þér hvað aðrir eru að hugsa, eða hvernig þú heldur að aðrir haldi að þú eigir að lifa því.

Þegar syrgjendur koma saman og kveðja látin ástvin, þá renna tárin yfir söknuði um orðin sem ekki voru sögð og hlutina sem ekki voru gerðir saman. Veltu því fyrir þér í smá tíma og komdu þér svo af stað að koma hlutunum í verk.

Hvenær fékkstu þér seinast girnilega súkkulaðiköku? Hvenær komstu óvænt í heimsókn til vinar, sem þú ert búinn að ætla að heimsækja í marga mánuði eða ár? Hvað með að fara út með börnunum að leika í snjónum, fara í bíó, hafa spilakvöld eða bara gera eitthvað sem ykkur finnst skemmtilegt?

Það eru til ófáar sögur um fólk, konur og menn sem eru komin á seinasta aldurskeið í lífinu sínu, þar sem það segir frá því hvað það sjái mest eftir í lífinu.  Þau óskuð sér að þau hefðu leikið sér meira. Þau óskuð sér að þau hefður borðað meiri rjómaís án þess að vera með samviskubit. Þau óskuðu þess að þau hefðu ferðast meira og átt meiri og betri stundir með fjölskyldu sinni, maka og börnum.

Það er auðvelt að líta til baka, en þegar þú ert í amstri dagsins þá er koma afsakanirnar endalaust um að gera þetta seinna, þegar betur stendur á.  Láttu ekki afsakanrinar standa í vegi fyrir því að þú njótir lífsins á hverjum tíma.

Hér eru nokkur góð ráð:

1. Hvað er það sem þú hefur endalaust verið að fresta?

Hvað hefur þú endalaust verið að hugsa um að gera, en alltaf frestað?  Hefur þig langað að sjá einhvern stað? Hefur þið langað til að bjóða vinum í mat? Hefur þig langað til að fara helgarferð með fjölskyldunni eða eiga skemmtilega stund með makanum? Að halda endalaust áfram að tala um hlutina, lætur þá ekkert gerast hraðar.  Veldu eitt sem þig hefur lengi langað til að gera og framkvæmdu það.

2. Aðgerðarplanið.

Það er þýðingarlaust að tala um hlutina ef það fylgja ekki aðgerðir á bak við orðin. Ef þig hefur verið að dreyma um að eiga skemmtilega helgi með makanum, hvað þarf í raunveruleikanum til að það geti gerst?  Hvenær hafið þið lausan tíma, hvað mun það kosta, þurfið þið að spara eitthvað til að gera þetta raunverulegt.

Skrifaðu niður nákvæman lista yfir öll skrefin sem þið þurfið að taka til að þetta verið raunverulegt.  Athugið að það þarf ekki að kosta neitt nema tíma að gera skemmtilega hluti. Að skrá markmið niður í hluta sem eru aðgengilegir, auka líkurnar til muna um að þú náir takmarki þínu. Nýtt þér draumaborðin á www.velgengni.is þar er aðgengilegt svæði til að skrá drauma sína og markmið og koma þeim í gang. Byrjaðu strax.

3. Skemmtu þér.

Hvenær kemur betri tími til að skemmta og leika sér, upplifa sig eins og barn aftur? Við erum aðeins að eldast,  svo er ekki tími núna til að snúa á tímann og leika sér. Skrifaðu niður lista yfir það sem þig langar til að gera og þú hefur gaman af.  Fá sér bananasplitt. Sjá bíómynd. Dekurdag í heilsuræktinni. Út að borða og gista nótt á hóteli. Prófa fallhlífarstökk eða svifflug. Einsettu þér að fá meiri gleði inní lífið þitt.

Gangi þér vel.



Fyrirgefning

Fyrirgefning vinnur ekki gegn heilbrigðum takmörkum eða því sem við höfum lært frá eigin upplifun.  Ífyrirgefning.jpg stað þess kennir það okkur að víkka innri þekkingu og traust. Hver upplifun sem við höfum orðið fyrir er tækifæri til að læra, vaxa og byggja upp samúð. Án fyrirgefningar, munum við verða vansæl og bitur, og á endanum missa lífsgleðina.

Krafturinn á bak við fyrirgefninguna er mjúkur og hlýr; það er form af sjálfsumhyggju og losun. Þú getur valið að vera í því formi hvenær sem þú vilt.

 

1.  Sjáðu fyrir þér mynd af einhverri persónu sem hefur skaðað þig í lífi þínu. Taktu eftir hvort þú sért ennþá að upplifa sársaukann. Ef ekki, finndu þá frelsið við að sleppa takinu. Ef þú ert ennþá að upplifa sársauka, spurðu sjálfan þig hvernig þetta er að snerta þig í núinu? Skrifaðu niður hvað  er jákvætt fyrir þig og hvað er neikvætt. Listinn mun síðan útskýra sig sjálfur.

 

2. Fyrir hverja persónu sem hefur skaðað þig í lífinu, áttaðu þig á hvaða skoðun sem þú hefur á þeim. Finnur þú fyrir gremju? Skrifaðu niður hvað þarf til að þú getir sleppt takinu? Byrjaðu strax. Eitt skerf í einu færir þig einu skerfi nær friði og hamingju.

 

3. Hvar hefur þú ekki fyrirgefið sjálfum þér? Hvað gerir það þér? Hvernig myndi þér líða ef þú slepptir og veitti þér frelsi? Fáðu skýra mynd í hugann, skrifaðu hana niður. Festu myndina og huganum og hafðu það sem þú skrifaðir niður einhverstaðar þar sem þú sérð það alltaf.

 

4. Stilltu þig inn á hreinan kraft af fyrirgefningu, með því að loka augunum og finndu kyrrðina í sálu þinni og hjarta. Róaðu hugann og líkamann. Ímyndaðu þér fallegan geisla með gylltu ljósi nokkur fet fyrir framan þig sem lýsir upp staðhæfinguna fyrirgefning. Ímyndaðu þér að þú stígir inn í þennan hreina kraft af fyrirgefningu. Finndu hvernig þér líður. Láttu nú allan líkamann umvefjast þessari orku.  

 

5. Þegar þú ert tilbúinn að fyrirgefa, ímyndaðu þér að einhver sem þér gremst standi fyrir framan þig. Einbeittu þér þér að tilfinningunni að fyrirgefa um leið og þú horfir á viðkomandi, mjög mikilvægt að horfa djúpt inní sál þeirra. Þú munt sjá að hún er hrein og blíð. Flest fólk gerir sér ekki grein fyrir þeim sársauka sem það veldur öðrum. Leyfðu sjálfum þér að sleppa sársaukanum og frelsaðu þig frá viðkomandi með því að fyrirgefa þeim. Fyrirgefðu sjálfum þér.

 

6. Næst þegar einhver særir þig, spurðu sjálfan þig hvernig þig langar til að líða.  Langar þig að vera reiður, sár og gramur eða viltu frekar vera hamingjusamur og frjáls? Ef þú er tilbúinn að líða betur, veldu þá að fyrirgefa, sem er í raun leið til að sleppa. Skilgreindu síðan hvaða takmörk þú vilt setja gagnavart viðkomandi eða þú getur líka valið að þú viljir ekki hafa þessa manneskju í lífi þínu meira. Valið er þitt.

“ Að fyrirgefa er eins og að gefa fanga frelsi og uppgötva að fanginn ert þú sjálfur.”


Njóttu lífsins

Viltu vita hvernig átt þú að njóta lífsins, með því að yfirstíga hindrandi skoðanir?

 Skoðanir okkar eða það sem við trúum mótar það hver við erum. Það sem við trúum innra með okkur, verður það sem við sköpum í kringum okkur.  Það er stundum sagt að okkar innri hugarheimur skapi þann ytri. Ef við höfum skoðanir og trú sem styður við okkur, sem eru í samræmi við drauma okkar og þrár, þá eru meiri líkur á því að okkur muni hljótast  það sem við viljum, án mikillar fyrirhafnar.

Hins vegar ef skoðanir okkar og það sem við trúum er ekki að styðja okkur, er í andstöðu við markmið okkar og drauma, þá erum við með hindrandi hugsanir og trú.  Við takmörkum því möguleika okkar og skemmum fyrir okkur, þannig að líkurnar á að okkur hljótist það sem við sækjumst eftir minnka til muna. Eins og velgengnin sé aldrei okkar megin.

Við takmörkum möguleika okkar á að fá það sem við þráum og getum fengið.

Ef þig langar til að njóta lífsins og lifa því lífi sem þig dreymir um, þá verður þú að greina þessar takmarkandi hugsanir og skoðanir sem eru í undirmeðvitundinni, og breyta þeim yfir í  hugsanir og skoðanir sem eru að styðja við þig og það sem þig dreymir um.

Lausnin er að leggja af stað, stíga fyrstu skrefin í átt til þess sem þig dreymir um. Til að byrja með er gott að taka eitthvað sérstakt fyrir og greina hvaða gildi það eru sem eru svona takmarkandi í undirmeðvitundinni í sambandi við þetta sérstaka atriði. Vertu opinn og hreinskilinn og taktu síðan áskorun um að breyta þeim einni af annarri.

Stattu á móti þessum sjálfvirku neikvæðu skoðunum og hugsunum.

Tökum sem dæmi með kaffidrykkju; hvað gerist ef þú færð ekki fyrsta kaffibollann á morgnana?  Hvað myndi gerast ef þú vaknar á morgun og í stað þess að rjúka beint í kaffivélina og fá sér einn sterkan kaffibolla, þá fengir þú þér stórt glas af ferskum ávaxtasafa?

Hvernig heldur þú að það myndi hafa áhrif á daginn?

Myndir þú vera taugastrekktur og skjálfa? Myndir þú segja:  „O ég þarf alveg nauðsynlega þennan kaffibolla til að geta unnið. Ég verð að fá morgunkaffið! Ég einfaldlega get ekki byrjað daginn án þess að fá það."

Hvað hefur gerst hér, þú ert búinn að búa þér til ávana, þú trúir að þú verðir að fá þennan kaffibolla á morgnana til að geta byrjað daginn í réttum gír; með koffín sem orkugjafa.

Þú skapaðir þennan ávana að verða að fá þér kaffibolla á morgnana. Þú telur þér trú um að þú verðir að fá hann. Þú trúir í alvöru að þú verðir að fá hann til að geta vaknað og byrjað daginn.

Til þess að geta notið lífsins á þínum forsendum, þá verður þú að byrja með því að breyta þessari rútínu, þessum ávana.  Þú verður að breyta undirmeðvitundinni á þessum hindrandi skoðunum varðandi kaffi.

 Í reynd þá þarftu ekki á þessum kaffibolla að halda til að hlaða batteríin fyrir daginn. Þú heldur að þú þurfir það, þannig að þú ert búinn að breyta þessari ranghugmynd yfir í trú.

Með því að breyta skoðunum þínum, því sem þú trúir, þá getur þú í raun breytt raunveruleikanum, lífinu þínu.

Taktu frá tíma til að skoða þessar innri skoðanir sem eru fastar í undirmeðvitundinni og spurðu sjálfan þig þessarar tveggja spurninga: „ Hvers vegna trúi ég þessu?" og síðan: „ Styður þessi trú mig og hjálpar hún mér til þess að fá það sem mig langar í lífinu?"

Nú hefur þú tækifæri á því að breyta þessum sjálfvirku neikvæðu hugsunum. Byrjaðu með því að hætta neikvæðri hugsun.

Það er stór áfangi í því að breyta skoðunum og trú frá takmarkandi og hindrandi hugsunum í uppbyggjandi og styðjandi hugsanir.


Grein eftir Sigurð Erlingsson