Orð þín og gjörðir skipta máli
Komdu fram við náungann eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig!
Fordómar eru hættulegir og særandi þegar þeir hafa áhrif á hegðun okkar og leiða til mismununar. Einstaklingur, sem er dæmdur út frá fyrirfram gefnum alhæfingum um tiltekinn hóp, er um leið sviptur möguleikanum á að sýna hver hann eða hún er í raun og veru, sjálfsmyndin brotnar og einangrun og einmanaleiki fylgja í kjölfarið.
Fordómar eru því ekki skaðlausar skoðanir, heldur hafa bein áhrif á líf og líðan þeirra sem fyrir þeim verða.
Aldrei vanmeta þann kraft sem býr í gjörðum þínum. Eitt lítið atriði (þ.e. t.d. hvernig þú bregst við í vissum aðstæðum) getur breytt lífi annarrar manneskju, til góðs eða ills.
Ekki vera sá sem hrindir öðrum, hrindir annarri manneskju niður í skítinn. Vertu sá sem reisir hana upp.