Slepptu takinu ...
Að sleppa takinu og öðlast hamingju.
Ef þú sleppir þessum 15 atriðum úr lífinu þínu eru meiri líkur á því að þú öðlist og höndlir hamingjuna.
1. Að verða alltaf að hafa rétt fyrir þér.
Því fylgir bæði streita og samskiptaörðugleikar, svo slappaðu af.
2. Stjórnsemi.
Leyfðu fólki að vera það sjálft. Þú eyðir orku og óþarfa tíma í slíka stjórnun. Vertu þú sjálf/ur og leyfðu öðrum að vera sjálfum sér samkvæmir.
3. Að kenna öðrum um.
Ábyrgð á eigin lífi og líðan skiptir höfuðmáli hvað varðar að höndla hamingjuna.
4. Neikvæðar hugsanir.
Ekki skaða sjálfa/n þig með neikvæðum hugsunum. Ekki trúa eigin hugsunum þegar þú fyllist vanmætti.
5. Að takmarka þig.
Ekki takmarka sjálfa/n þig. Þannig festist þú og draumarnir safna ryki. Allt er hægt sé trúin til staðar. Leyfðu draumum þínum að rætast.
6. Að kvarta.
Hættu að kvarta yfir áreiti, fólki, veðri, mat og öllu því sem lífið býður upp á. Ekkert af umkvörtunarefnum þínum gerir þig leiða/n nema þú leyfir það.
Ekki vanmeta mátt jákvæðrar hugsunar.
7. Gagnrýni og baktal.
Við erum mismunandi og við viljum öll höndla hamingjuna á mismunandi forsendum. Hættu að eyða tíma í að gagnrýna þá sem lifa á öðrum forsendum en þú.
8. Að þóknast öðrum.
Hættu að reyna að láta öllum líka við þig. Um leið og þú hættir dregst fólk að þér.
9. Ekki streitast á móti breytingum.
Breytingar eru góðar. Breytingar hjálpa þér að komast frá a til b.
10. Að draga í dilka.
Opnaðu huga þinn og láttu af fordómum. Hugurinn virkar betur sé hann opinn og það sem helst hamlar hamingju eru fordómar og hræðsla.
11. Hugleysi.
Það eina sem þarf að óttast er óttinn sjálfur, sagði Franklin D. Roosevelt. Óttinn er sjálfsköpuð hindrun sem er óþarfi að reisa.
12. Að afsaka sig.
Þú þarft ekki að afsaka þig. Taktu frekar ákvörðun að vera yfir það hafin/n að afsaka þig og notaðu tímann sem þú áður notaðir til að verja þig í að vaxa og þroskast.
13. Að hugsa í þátíð.
Ekki lifa í fortíðinni þrátt fyrir að framtíðin virðist ógnvekjandi. Lifðu í núinu og mundu að lífið er ferðalag en ekki einn áfangastaður.
14. Að festa sig.
Ekki verða of hænd að hlutum, stöðum eða fólki. Lærðu að elska skilyrðislaust og án ótta.
15. Að lifa fyrir aðra.
Ekki lifa samkvæmt væntingum annarra. Hverjar eru þínar? Spurðu þig reglulega spurninga á við: Hvað vil ég? Hvernig vil ég hafa umhverfi mitt? Hvað myndi ég gera? Greindu utanaðkomandi þrýsting frá þínum eigin markmiðum.