Dýrmæt gjöf

Í dag….. Staldraðu við, sestu niður í næði með opin augun og finndu hjartað þitt og hlustaðu á hjartsláttinn.

Sjáðu nú fyrir þér þann sem þér þykir vænst um og skiptir þig mestu máli í lífinu. Upplifðu tilfinninguna sem þú finnur, leyfðu þér að dvelja með henni um stund. Það er í lagi að leyfa tárunum að renna ef þér líður þannig, þau geta komið hvort sem þú upplifir gleði, söknuð eða sorg.

Skrifaðu nú niður á blað nafnið á viðkomandi og alla þá jákvæðu eiginleika sem þú sérð í henni/honum, sem hjartað þitt í einlægni segir þér. Láttu það bara fljóta eins og það birtist með þínum orðum og skrifaðu nafnið þitt undir.

Næst þegar þú hittir viðkomandi, hvort sem það er í dag eða síðar. Byrjaðu á að finna hjartað þitt, hlustaðu á hjartsláttinn þinn, réttu síðan viðkomandi blaðið og deildu með honum eða henni þessari dýrmætu gjöf.

bigstock-210429139-2.jpg
Previous
Previous

ÞÚ

Next
Next

Orð þín og gjörðir skipta máli