Að opna hjarta okkar fyrir öðrum

Kærleikurinn er sterkasta aflið í heiminum, ekkert getur sigrað sannan kærleika sem er gefinn skilyrðislaust. Það merkilega er hversu spör við erum oft á að veita hann bæði okkur sjálfum og öðrum.

Ég geri ráð fyrir að oft er það ekkert svakalega kúl að vera hlýr og vera tilbúinn að gefa af sér til annarra. Oft er eins og fólk fari í vörn, finnist það óþægilegt eða verður vandræðalegt þó maður sé kannski bara að hrósa því. Erum við kannski hrædd við að einhver sé góður við okkur, erum við hrædd um að það sé ekki ekta eða viljum við ekki tengjast hjartanu okkar og leyfa okkur að taka á móti góðum hlutum ? Upplifa tilfinningarnar sem fara að flæða ? Kannski að því okkur finnst við ekki eiga það skilið eða vera þess verðug ? Við erum svo hrædd um hjartað okkar, við nándina, svo hrædd um að vera meidd, svikin, hafnað eða kannski niðurlægð fyrir að opna það aðeins, og fella niður varnarveggina sem við höfum svo samviskusamlega í gegnum árin byggt í kringum það.

Hvað gæti gerst, ef það myndi gerast ?

Það er bara eitt sem gerist, við verðum sönn, verðum við sjálf og getum móttekið allt það góða og erfiða sem lífið vill gefa okkur. Með því að loka hjartanu erum við sjálfum okkur verst og munum aldrei upplifa sönn ævintýri, sanna ást, tengjast fólki af alvöru, þora að elska, framkvæma og skapa hluti sem okkur hafði ekki dreymt um. Óvæntir gleðilegir hlutir birtast okkur, við skiljum betur sársauka samferðafólks okkar og getum verið til staðar.

Lífið er núna NJÓTUM þess. 

key-2114350_1920.jpg
Previous
Previous

Frelsi

Next
Next

ÞÚ