Verðlaun lífsins
Hefur þú velt því fyrir þér hver verðlaun lífsins eru. Getur það verið að verðlaunin séu af hinu veraldlega af eigum okkar eða af því sem okkur langar í eða það sem að okkur vantar. Eru verðlaunin fólgin í veraldlegum eigum eða einhverju öðru. Ef við hugsum mikið um það sem við eigum eða þurfum eða hvað það nú er sem að við getum keypt, þá fjarlægjumst við ansi mikið hin raunverulegu verðlaun sem að lífið hefur upp á að bjóða.
Hefur þú einhvern tíman hugsað um það að ef þú þarf að fá einhvern hlut þá er ótrúlega stutt í það að þú verður að fá hlutinn og þegar þú ert búin að verða að fá hlutinn í vist langan tíma þá ferð þú og kaupir hann. Um leið og við f örum að þurfa og verða þá fjarlægjumst við litlu hlutina sem eru að gerast í kringum okkur og eru hvað mikilvægastir.
Ég held að það sé þannig að þeim mun meira sem að við kaupum okkur þeim mun meiri skuldbindingar eignumst við, já við eignumst skuldbindingar og þær gera okkur ekki alltaf hamingjusöm. Er það ekki aðalatriðið að þeim mun meiri hamingju sem að þú eignast í lífinu þeim mun betur líður þér. Verðlaun lífsins felast fyrst og fremst í því hvernig okkur líður og litlu hlutirnir eins og t.d. bjartsýni , víðsýni og ást gera mikið meira fyrir okkur en veraldlegir hlutir.
Athugaðu hvort að þú sért ástfanginn af lífinu, gáðu að verðlaununum þínum, kíktu á litlu hlutina þína og athugaðu hvort að þú eigir ekki fullt af verðlaunum í dag og hvort þér hafi nokkuð yfirsést eitthvert smáatriði sem skiptir máli.
Gangi þér vel í dag.
Birt með leyfi höfundar : Kári Eyþórsson - ráðgjafi
Greinin birtist á heimasíðu höfundar : karieythors.is