Fyrirgefning

Fyrirgefning er leið til að sleppa. Samt eru svo margir sem líta á að fyrirgefning sé það sama og að gefa eftir, að láta eitthvað viðgangast eða sem veikleikamerki. Eins og að fyrirgefa einhverjum eða sjálfum sér sé samþykki á áframhaldandi virðingarleysi eða misnotkun. Með því að fyrirgefa ekki, erum við í raun að skaða okkur sjálf meira heldur en upphaflegi skaðinn var. Þegar við fyrirgefum, þá sleppum við sársaukanum ásamt refsingunni og við erum frjáls.

Fyrirgefning vinnur ekki gegn heilbrigðum takmörkum eða því sem við höfum lært frá eigin upplifun. Í stað þess kennir það okkur að víkka innri þekkingu og traust. Hver upplifun sem við höfum orðið fyrir er tækifæri til að læra, vaxa og byggja upp samúð. Án fyrirgefningar, munum við verða vansæl og bitur, og á endanum missa lífsgleðina.Krafturinn á bak við fyrirgefninguna er mjúkur og hlýr; það er form af sjálfsumhyggju og losun. Þú getur valið að vera í því formi hvenær sem þú vilt.

" Að fyrirgefa er eins og að gefa fanga frelsi og uppgötva að fanginn ert þú sjálfur."

Previous
Previous

Erfiðar tilfinningar

Next
Next

Æðruleysi