Frelsi

Hvað merkir frelsi fyrir þig ? 

Hvernig upplifir þú frelsi ?

Fyrir mér er frelsi þegar ég finn ferskann vindinn blása. Standa úti í móa og horfa á öll villtu blómin sem vaxa þar óheft. Það er að vita að ég er einungis ábyrgur fyrir sjálfum mér og þeim skuldbindingum sem ég hef valið. Vitandi að það er ekkert sem getur orðið í vegi mínum og enginn getur hindrað að ég muni upplifa drauma mína.

Frelsi er í raun miklu meira heldur en hægt er að lýsa í einum svona pistli. Það meira að vera heldur en einhver aðgerð.  Það er eins og einfaldleiki , gleði og eldmóður sé sett saman í eina tilfinningu.  Þegar við komumst í tengsl við frelsið innra með okkur, og upplifum  einstaka tengingu við sjálfið í okkur.

Veltu fyrir þér þessum spurningum til að fá frekari skilning:

Hvað þýðir frelsi fyrir þig ?

Rifjaðu upp tímabil þegar þú upplifiðir frelsi eða ímyndaðu þér þá upplifun núna.

Hvað er það sem hindrar þig í að upplifa frelsi ?

Hvaða stuðning þarftu til að upplifa frelsi ?

Hvað þarftu að gera, sleppa hendi af, eða taka á móti til þess að upplifa meira frelsi ?

Prófaðu þessar hvetjandi leiðir til að fá meira frelsi inn í líf þitt :

·  Hugsaðu um tímabil í lífinu þínu þegar þú upplifðir frelsis tilfinningu. Hvað var í gangi í lífi þínu? Hvaða gildi viðhafðir þú? Hvernig sástu sjálfan þig og aðra? Hverju öðru tekur þú eftir?

Sestu niður með augun lokuð, vertu afslappaður, andaðu rólega og finndu jafnvægi. Frá þessum stað tengdu þig við frelsis tilfinningu. Magnaðu tilfinninguna og leyfðu henni að flæða um allan líkamann.

Prófaðu síðan mismunandi leiðir til að færa þessa frelsis tilfinningu inn í daglegt líf. Æfðu þig í samskiptum við aðra frá sömu frelsis tilfinningunni.  Færðu kraftinn sem þú upplifir í frelsistilfinningunni inn í sambandið, einkalífið og vinnuna.

Láttu frelsistilfinninguna vera hluti af leiðarljósi lífs þíns.

Þegar við höfum komist á þann stað að geta notið þess einfalda og þess stórbrotna þá höfum við sannarlega tekið skref í þá átt að eignast algjört frelsi.

Forgiveness-672x372.jpg
Previous
Previous

Unglingar og foreldrar

Next
Next

Að opna hjarta okkar fyrir öðrum