Þakklæti

 Þakklæti er tilfinning sem að kemur af væntumþykju . Þegar við upplifum þakklæti þá líður okkur vel, við erum glöð og ánægð. Það er mjög gott að líta til baka yfir farinn veg og sjá hvað hefur gengið vel og við erum ánægð með. Það er alls ekki sjálfgefið að hlutir gangi vel og ekki sjálfgefið að við séum þakklát. Þakklæti er eitthvað sem að við verðum að rækta upp við þurfum að hafa fyrir því að vera þakklát við þurfum stöðugt að minna okkur á mikilvægi þess að vera þakklátur. Vanþakklæti er oft tilfinning sem að við þekkjum betur en þakklæti. Við þurfum að gefa huganum leifi til þess að vera þakklát og til þess að sína umhverfi okkar væntumþykju. 

Ég held að við getum framkallað ótakmarkaða hamingju ef að við erum þakklát, við þurfum að hugsa um og meta það sem að við höfum en ekki velta okkur upp úr því sem við höfum ekki. Vanþakklæti leiðir ekkert af sér nema biturð og einmannaleika. Þakklæti er í hópi tilfinninga sem gefa okkur jákvætt afl alveg eins og tilfinningarnar, tilhlökkun og tillitssemi. 

Við skulum tileinka okkur jákvæða hugsun og vera þakklát, líka fyrir litlu hlutina. Ég er allavega þakklátur fyrir að þú skulir gefa þér tíma til að kíkja á þennan pistil. 

Gangi þér vel.


Birt með leyfi höfundar : Kári Eyþórsson - ráðgjafi

Kári Eyþórss.jpg


Greinin birtist á heimasíðu höfundar : karieythors.is