Kærleikur
Kærleikurinn er fólgin í svo mörgu, eins og því að vera góður við náungann. Stundum langar okkur til þess að vera góð en vitum ekki hvernig við eigum að gera það. Það er ýmislegt sem skiptir máli og það þarf ekki alltaf að vera stórt og það þarf ekki alltaf að vera einhver hlutur, það er svo margt annað sem er dýrmætara og gefur meira af sér og endist, tökum dæmi...........
Vertu ávallt glaður og hress í bragði, það er svo margt í lífinu sem hægt er að gleðjast yfir, en það gerist ekki alltaf að sjálfu sér, það er með gleðina eins og annað í lífinu við þurfum að leggja okkur vel fram og vinna í hlutunum.
Vertu duglegur við að finna uppá og nýta allar þær stundir sem gefast til að gleðjast og hlæja með vinum þínum.
Ef að þú ert hress og glaður í bragði þá smitar það.