ÞÚ
Þú ert undur lífsins á þessari jörð. Þú ert einstök manneskja. Taktu þér góðan tíma til að vera hamingju-samur/söm. Tíminn er engin hraðbraut milli vöggu og grafar, heldur staður til að fá sér sæti og njóta augnabliksins.
Þú þarft ekki stöðugt að vera að flýta þér, strita í sífellu og aldrei að láta deigann síga.
Þú þarft ekki á hverjum degi að gera öllum til hæfis og vera sterk og fullkomin. Þú átt rétt á að vera ósköp hversdagsleg manneskja með bara venjulega hæfileika.
Njóttu þess að vera bara ÞÚ!