Er sjálfsmynd þín í lagi ?
Svaraðu nú þessum spurningum fyrir þig og vertu nú heiðarleg(ur) við sjálfa(n) þig
1. Einhver sem hrósar þér
a. Þú hugsar hvað hún/hann sé rugluð/ruglaður því að allir vita að þú ert ömurleg(ur)
b. Þú þakkar fyrir og ert ánægð(ur) með hrósið.
2. Allir vinir þína gera eitthvað sem þér líkar ekki
a. Þú fylgir þeim og segir ekki neitt en ert rosalega ósátt(ur) inni í þér
b. Þú segir þeim að þú sért ekki til í að gera þetta.
3. Þú stendur þig vel í einhverju.
a. Þú segir öllum hvað þú ert léleg(ur) og vonar að þeir mótmæli þér.
b. Þú veist að þú stóðst þig vel og það nægir þér.
4. Þú gerir þig að fífli innan um hóp af fólki.
a. Þú roðnar og blánar og langar til að hverfa
b. Þú hlærð bara með og gleymir því strax.
5. Vinur þinn segir þér að nýja peysan þín, sem þér finnst flott, sé ógeðslega hallærisleg.
a. Þú treður henni lengst inn í skáp og ferð aldrei í hana aftur.
b. Þér er alveg sama, segir honum bara að þér finnst hún æðisleg og gengur í henni samt.
6. Þú ert sú eina/sá eini í vinahópnum sem er ennþá með eldgamlan gsm síma
a. Þú skammast þín þvílíkt og ert alltaf að suða í foreldrum þínum að gefa þér nýjan síma.
b. Þér er alveg sama, hann virkar.
7. Það verður haldin keppni í einhverjus em þú áhuga á.
a. Þig langar hrikalega að skrá þig en þorir ekki því að þú ert svo hrædd(ur) um að gera þig að fífli.
b. Þú skráir þig strax og hlakkar til að sýna hvað þú getur.
Ef þú svaraðir (a) einhvern tíma þarftu að vinna með sjálfsmynd þína og því oftar sem möguleiki (a) á við þig, þeim mun meira þarftu að taka þig á.
Lykillinn að jákvæðri sjálfsmynd er jákvætt hugarfar.
Mundu að þegar þú skellir neikvæðum stimpli á sjálfa(n) þig, munu aðrir koma auga á hann líka.