Nýjar áskoranir

Á ferð okkar í gegnum lífið er sífellt verið að leggja fyrir okkur hindranir, áskoranir, fólk í þeim tilgangi að veita okkur tækifæri til að vaxa og þroskast sem sál. Við blekkjum okkur oft á tíðum þegar við höldum að við séum með fulla stjórn á kringumstæðum og jafnvel ráðskumst með annað fólk til að tryggja það að ekkert gerist sem gætið ruggað bátnum og raskað því skjóli sem veitir okkur falskt öryggi.

Það sorglega er að þegar við höldum að allt sé undir stjórn þá erum við í raun að arðræna okkur sjálf frá því tækifæri að þroskast, vaxa og dafna sem sál, sem er hin raunverulega ástæða fyrir því að þú fæðist hér jörðu, og ástæðan fyrir því að lífið færir okkur áskoranir, hindranir og erfitt fólk í okkar veg.

Ef þú upplifir þig í því að vera stöðuglega að endurtaka þig í tilbreytingarsnauðu lífi, þá ættir þú að finna samsvörun með leikarnum Bill Murray í hinni bráðskemmtulegu mynd Groundhog day.

Nú er lag að gerast framsækin og verða orsök enn ekki afleiðing og taka nokkrar nýjar ákvarðanir

Previous
Previous

Sterk sjálfsmynd er góð forvörn

Next
Next

Gríptu inní áður en fikt verður að fíkn