Ársskýrsla 2020
Tónasmiðjan og forvarnastarf ÞÚ skiptir máli fagnaði á s.l. ári fjögurra ára starfsafmæli.
Í byrjun ársins 2020 var margt í kortunum og ákveðið var að þetta yrði árið, en fljótlega kom í ljós að við þyrftum að hægja á ferðinni og breyta ýmsu hjá okkur.
Svona dæmi um það... þá höfum við undanfarin ár haldið að meðaltali þrjár stórar tónleikasýningar á ári og getað styrkt mörg góð málefni í kjölfarið. Í ár höfum við ekki getað haldið eina sýningu fyrir áhorfendur . Í hvert skipti sem við leyfðum okkur að vera bjartsýn, byrjuðum við á verkefni. En þá þurfti að herða aðgerðir og eftir sitjum við með fullt af undirbúningsvinnu fyrir flott verkefni sem að sjálfsögðu munu nýtast okkur vel þegar kemur betri tíð, og við getum farið að gera meira og halda okkar tónleikasýningar af öllum stærðum og tekið á móti gestum og gert það sem okkur finnst skemmtilegast að gera. En það er að gleðja, spila og syngja fyrir gesti okkar hverju sinni. – Já!! Það verður vonandi fljótlega.
Forvarnastarf okkar ÞÚ skiptir máli fór vel af stað og fór í fjáröflunarverkefni með framleiðslu á bolum sem við seldum til styrktar Umhyggju, og gekk það verkefni afar vel og náðum við að styrkja félag langveikra barna um 333 þúsund krónur.
Tónasmiðjan hefur samt ekki setið auðum höndum á þessu skrítna ári, heldur höfum við stöðugt reynt að hagræða starfsemi okkar í þá átt sem við þurftum hverju sinni útaf þessu ástandi. Í ár höfum við t.d unnið í minni hópum en vanalega, enda aðstæður ekki leyft annað. Við fórum í hljóðver og kynntum okkar hóp fyrir slíkri vinnu þar sem við tókum upp nokkur lög. Við héldum tvær vinnustofur s.l. sumar, ásamt landsþekktum snillingum, annarsvegar Rafgítar vinnustofu og hinsvegar Trommu vinnustofu og voru þær báðar vel sóttar.
Við byrjuðum með þætti í hljóð og mynd í vor sem fengu nafnið „Fyrirmyndir í tali og tónum“ og er þá að finna á öllum okkar síðum, en þar erum við/þið að fá að kynnast frábæru tónlistarfólki, fyrirmyndum ungum og efnilegum í bland við meiri reynslubolta sem koma að þessum þáttum með okkur og hafa svo sannarlega gefið af sér og glatt áhorfendur undanfarnar 25 vikur. Með því að gera þessa þætti með okkur og er við afar þakklát fyrir þessa frábæra gesti okkar, áhorf og viðtökur ykkar og munu þessir þættir halda áfram vikulega.
Hlaðvarp okkar ÞÚ skiptir máli sem er að finna á öllum helstu streymisveitum hefur gengið vel á s.l. ári og hefur það verkefni fengið afar góðar viðtökur, mikla hlustun og erum við um þessar mundir að vinna með fjórar þáttaseríur í hverri viku ásamt góðu fólki sem er að vinna að þeim með okkur og erum við afar þakklát fyrir þann góða hóp og þær viðtökur sem við erum að fá fyrir hlaðvarpsstöðina okkar.
ÞÚ skiptir máli heldur einnig úti vefsíðunni www.thuskiptirmali.is sem er upplýsinga,- forvarna og fræðslusíða sem hjálpar mörgum sem þurfa á aðstoð að halda. Þar er að finna ýmis konar forvarnatengt fræðsluefni, reglulega pistla og margt fleira.
Ákveðið var í byrjun október að láta framleiða fyrir okkur dagatöl sem hafa að geyma myndir úr náttúra og af landslagi Húsavíkur teknar af nokkrum af okkar fremstu ljósmyndurum hér úr samfélaginu, ásamt jákvæðum heilræðum fyrr hvern mánuð. Gekk sú sala vel og styrktum við í framhaldi af því Velferðarsjóð Þingeyinga um 150 þúsund krónur.
Núna fyrir jólin sáum við fram á að geta ekki boðið uppá tónleika með áhorfendum eins og undanfarin ár, þannig að það var ráðist í það verkefni að taka upp hátíðardagskrá í hljóð og mynd og leifa fólkinu okkar , sem sýna okkur áhuga að njóta bara heima í stofu og fékk sú stund mikið áhorf og virkilega góðar viðtökur.
Í framhaldi af jólaverkefni okkar og dagatala sölu glöddum við fjölmarga einstaklinga í nær samfélaginu okkar með jólagjöfum frá starfinu okkar eins og við gerum árlega fyrir jólin.
Um leið og við óskum ykkur öllum velfarnaðar á nýju ári 2021 viljum við þakka öllum þeim sem hafa sýnt okkur áhuga , hvatt okkur áfram, styrkt okkur og/eða rétt okkur hjálparhönd með
einum eða öðrum hætti.
Án ykkar væri þetta ekki hægt.