Erfiðar tilfinningar
Þegar við finnum fyrir erfiðum tilfinningum reynum við oftar en ekki að breyta aðstæðum til að okkur líði betur í stað þess að skoða hvað þessar tilfinningar eru að kenna okkur.
Tilfinningar okkar eru mikilvægur áttaviti sem bendir okkur á hvað skiptir máli í lífi okkar. Þegar háværar bjöllur hringja, allar raddir öskra, og hver einasta taug í líkamanum er ósátt, þá getur þú verið viss um að þér var kastað inn á mikilvægt námskeið og undir þér komið hvaða lærdóm þú dregur af því.
Ef þú ert að finna fyrir sömu hlutunum aftur og aftur þarftu kannski að skoða vel hvort þarna sé verið að segja þér eitthvað sem þú vilt síður hlusta á.
En við megum ekki gleyma því heldur að stundum erum við að lesa kolrangt í hlutina og þá þurfum við að hafa kjark til að sleppa takinu og leyfa lífinu að gerast án þess að vera sífellt að greina og kryfja allt.
Það er með þennan gullna meðalveg.
Þessi grein er eftir hana Önnu Lóu Ólafsdóttir... en Anna Lóa er menntuð náms,- og starfsráðgjafi og markþjálfi og jafnframt stofnandi Hamingjuhornsins á fésbókinni. Hún Anna Lóa leifði ÞÚ skiptir máli að nota greinar eftir sig og þökkum við henni afar vel fyrir það.