Ungt fólk og sjálfsvígshugsanir
Stundum getur vanlíðan eða reiði orðið svo yfirþyrmandi að eina leiðin til að finna að maður er lifandi virðist vera að meiða sjálfa(n) sig, skera sig, stinga sig, brenna sig eða rífa hárin af líkamanum. Erfitt er að skilja hvers vegna fólk gerir slíkt en yfirleitt er ástæðan veruleg vanlíða, hugsanlega eftir slæmt áfall. Sumir meiða sjálfan sig til að flýja tómleika eða þunglyndi eða til að sýna öðrum hvað þeim líður illa. Sjálfsmeiðing getur orðið að vana sem er erfitt að stöðva án hjálpar við að takast á við tilfinningar sínar og að skilja hvað veldur svo mikilli vanlíðan.
Ef þú eða einhver sem þú þekkir meiðir sjálfa(n) sig talaðu þá við einhvern fullorðinn sem þú treystir, svo sem foreldri, kennara , einhvern sem er góður að hlusta.
"Ég er allur í örum eftir sjálfan mig, sígarettur og hnífa, ég vissi ekkert hvers vegna ég gerði þetta, núna veit ég að mér leið bara svo illa að þetta virtist vera eina leiðin. ÞETTA ER EKKI EINA LEIÐin, það er til fólk sem getur hjálpað þér".
17 ára strákur segir frá:
Þótt lífið virðist vonlaust og ömurlegt er sjálfsvíg aldrei svarið.
Ef þú hugsar um sjálfsvíg talaðu þá við einhvern núna strax. ef vinkona þín eða vinur segir þér að hún/hann vilji ekki lifa lengur eða sé að hugsa um dauðann skaltu taka það alvarlega og hvetja hana/hann til þess að tala við einhvern fullorðinn strax.
Flestir hafa ekki hugmynd um hvernig þeir eiga að bregðast við ef einhver er með sjálfsvígshótanir og reyna að eyða umræðuefninu eða gera lítið úr því. Atriði sem gætu bent til sjálfsvígshugsana: Fyrri sjálfsvígstilraunir Tal um vonleysi og að vera einskis virði Tal um að vera byrði á öðrum Sjálfsvígshótanir, beinar eða óbeinar Áhugaleysi Hegðun eða tal sem virkar eins og kveðjustund Tal um dauðann Að hlusta mikið á lög um dauðann, teikna og skrifa um dauðann Fíkniefnaneysla, hraðakstur og önnur áhættuhegðun. Að gefa öðrum hluti sem hafa tilfinningalegt gildi.
þunglyndi er stór áhrifaþáttur í sjálfsvígum og er mikilvægt ef þunglyndi er farið að hrjá ungt fólk að það uppgötvist og viðkomandi fái hjálp. Oft tengist þunglyndið áfengis- og vímuefnamisnotkun einnig hefur ástvinamissir, skilnaður foreldra, verða fyrir slysi, atvinnuleysi, langvarandi samskiptaerfiðleikar áhrif. Atburðir sem valda viðkomandi niðurlægingu eða áfalli, til dæmis andlegt og líkamlegt ofbeldi, nauðgun, afbrot og lítið sjálfsálit er líka oft ástæða.
„Ég var þunglynd og búin að vera það í nokkur ár, það var bara enginn að skipta sér af því fyrr en í 9. bekk. Þá fór ég að skera á mér hendurnar og gera ýmislegt til að öskra á hjálp eins og krakkar gera. Hleypa sársaukanum út. Og svo gerði ég smávægilegar tilraunir til þess að að fremja sjálfsmorð sem enginn tók eftir“.
16 ára stelpa segir frá.
,,Ég man bara að ég stóð á klettabrúninni með sjóinn fyrir neðan og þráði að láti mig falla niður. Mér fannst ég detta, þegar einhver ósýnilegur kraftur kippti mér upp á brúnina og kastaði mér í grasið. Ég öskraði, grét og brotnaði niður tilfinnarlega. Ég var svo fegin að vera á lífi.”
17 ára strákur segir frá:
Atriði sem gætu bent til sjálfsvígshugsana :
- Fyrri sjálfsvígstilraunir
- Tal um vonleysi og að vera einskis virði.
- Tal um að vera byrði á öðrum.
- Sjálfsvígshótanir, beinar eða óbeinar.
- Áhugaleysi.
- Hegðun eða tal sem virkar eins og kveðjustund.
- Tal um dauðann.
- Að hlusta mikið á lög um dauðann, teikna og skrifa um dauðann.
- Fíkniefnaneysla, hraðakstur og önnur áhættuhegðun.
- Að gefa öðrum hluti sem hafa tilfinningalegt gildi.
Hvað áttu að gera ef einhver hótar sjálfsvígi: vertu róleg(ur). Segðu manneskjunni að þú takir hana/hann alvarlega og þú viljir hjálpa. Sýndu að þér sé ekki sama, spyrðu spurninga um líðan manneskjunnar. Farðu með manneskjunni eða hringdu og segðu einhverjum fullorðnum sem þið treystið, að hún/hann þurfi hjálp strax.
Hafðu í huga að þú gerir ekki kraftaverk og það er alls ekki víst að þú gerir þér grein fyrir að vanlíðan fólks í kringum þig sé svona mikil. Það er eðlilegt að finna fyrir sektakennd ef einhver nákominn þér fremur sjálfsmorð en þá er mikilvægt að tala um það.
Alls ekki gera lítið úr hugsunum, líðan og tilfinningum þess sem hótar sjálfsvígi.
ÞAÐ er til lausn!!!