Tónasmiðjan byrjar af krafti....
Það er alltaf gaman að starta nýjum verkefnum í Tónasmiðjunni. Tónasmiðjan og gestir kynna sýninguna „HETJUR“ - rokkum fyrir Umhyggju / félags langveikra barna sem verður haldin 24.maí n.k en samtals koma að því verkefni um 30 einstaklingar á öllum aldri : einsöngvarar, bakraddasveit ásamt 12 manna hljómsveit. Skemmtilegt og krefjandi verkefni framundan sem endar svo með glæsilegri tónleikasýningu á Húsavík ásamt landsþekktum heiðursgest 😊
Í komandi viku hefst formlega þriðja starfsár Tónasmiðjunnar á fjórða starfsári ÞÙ skiptir máli forvarnastarfi okkar hér ì Norđurþingi er við blásum til leiks í en eitt tónlistarverkefnið og er mikil tilhlökkun í hópnum okkar að byrja.
Tónasmiðjan „skapandi starf fyrir ungt fólk í Norðurþingi og nágrenni“ er eitt af okkar stærri verkefnum en þar hefur okkur svo sannarlega tekist vel að stimpla okkur inn með flottar og metnaðarfullar tónleikasýningar, Já með því að tengja saman unga og efnilega snillinga í bland við þá eldri og reynslumeiri, setja saman flotta hópa og hafa gaman saman og þannig hefur okkur tekist að búa til skemmtileg samfélagsverkefni fyrir alla.