Markmið

Þýðingarmikið er að hafa markmið í lífinu og stefna stöðugt að því.

Sjáðu raunverulegan tilgang og áætlun í lífi þínu þó þú sért ekki alltaf fær um að sjá markmiðið skýrt; því þegar þú ferð niður í dal eða leiðin er hlykkjótt, getur þú ekki alltaf séð fyrir næsta horn. Þú munt finna af og til að þér er gefin hvetjandi andleg upplifun sem fleytir þér áfram í gegnum erfiðleikana. Það gerir þér fært að halda áfram, skiptir engu máli hvað það er sem þú ert að horfast í augu við.

Stefndu hátt – því hærra því betra.

Haltu áfram að vaxa og þroskast til að komast þangað. Þú getur ekki haldið að þér höndum og verið ánægður með þig; þú getur ekki haldist á sama stað. Þú þarft alltaf að teygja þig yfir á næsta þrep í stiga lífsins. Þú veist að sérhvert skref færir þig nær markmiðinu, skitpir ekki máli hvað það virðist vera langt í burtu. Haltu því stöðugt áfram og gefstu ekki upp.

images (5).jpg

Previous
Previous

Ræktaðu sjálfa/n þig

Next
Next

Tónasmiðjan byrjar af krafti....