Skóli lífsins
Ef myrkur er í lífi ykkar kæru vinir, munið þá að eins og dagur fylgir nótt og sól fylgir regni, eins mun sannarlega birta til í lífi ykkar og gleðin taka aftur völd. Það er á þeim stundum sem myrkrið er svartast, sem við þurfum að læra hvernig við getum tekist á við það, með æðruleysi og óbilandi trú á að það góða komi aftur inn í líf okkar.
Njótum þess að læra af lífinu og þökkum fyrir þær góðu stundir sem það gefur okkur