Hugsaðu
Slagorðið "Hugsaðu" minnir okkur á að í stað þess að bregðast ósjálfrátt við getum við staldrað við, hugsað og valið það sem okkur er fyrir bestu. Í stað þess að bregðast við ögrunum og erfiðleikum með látum, hávaða, tárum, píslarvætti, sjálfsásökunum, niðurrifs hugsunum eða hverju því sem við höfum tamið okkur getum við tekið meðvitaða ákvörðun um eigin hegðun og reynt að átta okkur á muninum á úlfalda og mýflugu