Ræktaðu sjálfa/n þig

1. Hafðu ekki áhyggjur, því þær eru mesti tímaþjófur okkar mannanna.

2. Óttastu eigi, því það sem við óttumst verður sjaldnast að raunveruleika.

3. Ekki vaða yfir lækinn fyrr en þú kemur að honum, fáum hefur tekist það!

4. Taktu á einu vandmáli í einu. Þú ræður hvort sem er ekki við meira í einu.

5. Ekki taka vandmálin með þér inn í svefninn. Vandmál eru slæmir bólfélagar.

6. Ekki fá að láni vandamál annarra. Hver og einn tekur best á eigin vandamálum.

7. Ekki lifa í fortíðinni, hún er yfirstaðin og kemur ekki aftur. Einbeittu þér að því sem er að gerast nú og vertu hamingjusamur núna!

8. Leggðu þig fram við að hlusta, því þegar þú hlustar heyrir þú skoðanir annarra. Það er erfitt að læra eitthvað nýtt þegar þú ert sjálfur að tala. Sumir vita meira en þú!

9. Ekki drekkja þér í pirringi því 90% hans eiga rætur að rekja til sjálfsvorkunnar sem mun aðeins standa í vegi fyrir jákvæðum úrlausnum.

10. Vertu þakklát(ur), ekki gleyma að vera þakklát(ur) fyrir hið "litla" því margt smátt gerir eitt stórt!

you-pointing-self-distance.png
Previous
Previous

Mundu að þú skiptir máli

Next
Next

Markmið