Líkamlegt og andlegt ofbeldi
Líkamlegt ofbeldi er margskonar, allt frá saklausum slagsmálum upp í stórfelldar líkamsárásir , pyntingar og morð. Það er ágætt að hafa í huga að flest manndráp hefjast með slagsmálum eða einu höggi, fáir hefja slagsmál með það í huga að drepa einhvern. Það eru mörg dæmi um að eitt högg drepi mann.
Andlegt ofbeldi er ósýnilegt eða dulbúið ofbeldi og þess vegna getur verið erfitt að koma auga á það. Andlegt ofbeldi er algengt innan fjölskyldna, makar beita hvor annan andlegu ofbeldi, foreldrar beita börn sín andlegu ofbeldi og börn beita foreldra sína andlegu ofbeldi.
Kannast þú við að kýla í öxlina á félaga þínum, hrinda eða pota í hann og segja svo:
Hvað er þetta maður þetta er bara grín. Öllu gríni fylgir nokkur alvara og svona grín getur meitt. Sá sem verður fyrir gríninu getur lítið annað gert en brosað, annað væri hallærislegt þar sem þetta var nú bara grín. Það er á hreinu að engum finnst gaman að láta pota í sig, hrinda sér eða kýla sig dag eftir dag, ekki þér heldur. Svona grín er líka ofbeldi !
Ef þú hlustar vel á krakka í kringum þig heyrirðu sjálfsagt orð eins og: fíflið þitt, fáviti, ertu algjör hálfviti, asni, eða homminn þinn notuð mjög oft, líka í vinahópum. Margir hafa vanið sig á að tala í allt of neikvæðum tón til þeirra sem þeim þykir vænt um. Ef þú heyrir slíka neikvæðni frá vinum þínum á hverjum degi er ekki skrýtið þótt sjálfsmyndin er í ólagi. Hafðu þetta í huga þegar þú talar við vini þína.
Ef þú ert mikið í tölvuleikjum eða horfir oft á ofbeldisfullar bíómyndir er mjög mikilvægt að gleyma ekki að sá heimur er ekki raunverulegur og persónur í bíó og tölvuleikjum þola mun meira ofbeldi er nokkurn tíma við ( sorrý þú ert ekki með níu líf og þér vaxa ekki nýir útlimir ef þú tapar þínum ). Ekki gleyma því að leikir og kvikmyndir eru full af tæknibrellum og sýna alls ekki rétta mynd af raunveruleikanum.
Hefur þú einhvern tíma staðið í hópi í kringum slagsmál og öskrað ,,slagur,slagur” ... eða bara staðið og horft þögull(l) á? Hvarflaði að þér að þú værir að hvetja til ofbeldis með áhuga þínum?
Strákum finnst stundum að þeir þurfi að sanna karlmennsku sína með því að ,,lumbra” á einhverjum og stundum ýta stelpur ómeðvitað undir þá trú hjá þeim. Það er líka þekkt að sumir leiti hreinlega uppi slagsmál sér til skemmtunar, yfirleitt í því skyni að sýna félögunum hvað þeir eru sterkir og kúl.
Eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi er ekki óeðlilegt að finna fyrir :
Sekt- finnast næstum því að þetta hafi verið manni sjálfum að kenna og þjást af samviskubiti.
Skömm- skammast sín fyrir að hafa verið á staðnum þegar ofbeldi átti sér stað, fyrir að hafa ekki getað afstýrt því, fyrir að vera veikari aðilinn.
Ótta- heimurinn er ekki öruggur lengur. Maður gerir sér grein fyrir að allt getur gerst.
Reiði- það er eðlilegt að verða óhamingjusamur, leiður og sorgmæddur yfir því sem gerðist, jafnvel finna fyrir tímabundnu þunglyndi.
18 ára strákur segir frá:
"Ég er ekki ofbeldishneigður en maður verður það samt af dópinu. Maður tekur svona æðisköst, eins og með foreldra mína, mér þykir vænt um þau og myndi aldrei gera þeim neitt, en samt er maður kannski að rífast við þau og svo allt í einu tekur maður eitthvað upp, til dæmis glas, og dúndrar því í jörðina. Eiturlyfin fokka upp í hausnum á manni. Ef maður er að labba á götu og einhver rekst í mann þá getur maður verið svo fokkdup í hausnum að maður ræðst bara á hann, ég hef meitt fólk, en alltaf í neyslu (engin afsökun)