LÍFSINS BERGMÁL!
Feðgar voru í göngu upp í fjöllum.
Allt í einu, dettur sonurinn og meiðir sig og öskrar: "AAAhhhhhhhhhhh!!!"
Hann verður voða hissa þegar hann heyrir rödd einhvers staðar í fjöllunum svara sér: "AAAhhhhhhhhhhh!!!"
Af forvitni öskrar hann til baka: “Hver ertu?”
Honum er svarað: “Hver ertu?” Hann öskrar: “Hver ertu?” Honum er svarað: "Hver ertu?"
Sonurinn er orðinn pirraður og svarar: “Heigull!”
Honum er þá svarað: “Heigull!”
Sonurinn horfir á föður sinn og spyr: “Hvað er að gerast ?”
Faðirinn brosir og segir og taktu nú vel eftir:
Faðirinn öskrar upp til fjallana: “Ég dáist að þér!”
Hann fær svar: “Ég dáist að þér!”
Aftur öskrar faðirinn: “Þú ert meistari!”
Honum er svarað um hæl: “Þú ert meistari!”
Sonurinn er hissa, en skilur ekki hvað er um að vera.
Faðirinn útskýrir: Fólk kallar þetta bergmál, en í raun er þetta lífið sjálft.
Lífið gefur til baka allt sem þú segir og gerir.
Lífið endurspeglar gjörðir okkar.
Ef þú vilt meiri kærleik í heiminn í dag, byggðu upp meiri kærleik í hjarta þínu.
Ef þú vilt bæta lif þitt, bættu þig.
Þessi tenging á við um alla hluti lífsins.
Þú uppskerð það sem þú sáir