Þitt líf - þinn valkostur

Það er mjög auðvelt að upplifa sig  sem fórnarlamb. Það eru atburðir sem henda í okkar daglega lífi – sem tengjast vinnu, maka, vinum, börnunum,  foreldrum, heilsufari, ástvinamissi og jafnvel gæludýrum.

En áttaðu þig á því að þessir atburðir gerast í kringum okkur. Þeir eru ekki að gerast beint fyrir okkur.

Viðbrögð okkar við atburðum sem eru að gerast í kringum okkur, móta oft líf okkar.  En hvernig getum við breytt þessu okkur í hag.  Hér eru einföld 5 skref, sem geta hjálpað þér af stað í að gera líf þitt hamingjuríkt og fullnægjandi, lífi sem gaman er að lifa.

 

Skref 1:

Hafðu jákvætt viðhorf til lífsins. Breyttu hugsun þinni og viðhorfi.  Hættu neikvæðum hugsunum af „aumingja ég, ég á svo bágt“ og hugsaðu jákvætt, "vá sjáðu allt sem ég á".  Byggðu upp jákvætt viðhorfi um sjálfan þig.  Það mun opna fyrir þér nýjar gáttir og þú byrjar að nýta alla þá frábæru hæfileika sem þú átt, þér fer að „líka við sjálfan þig“ og „þú byrjar að upplifa líf sem þú nýtur“.

 

Skref 2:

Taktu af skarið og veldu. Þú og aðeins þú hefur valið að byggja upp líf sem þú elskar og nýtur. Þú og aðeins þú getur valið að sitja áfram í sama farinu og leyfa lífinu í kringum þig stjórna þér.  Ein aðvörun:  Að sitja áfram í sama farinu og upplifa sig sem fórnarlamb aðstæðna, setur þig  og lífið þitt í „staðnaða“ stöðu. Þegar þú ert staðnaður einstaklingur, þá sérðu hlutina oft ekki í réttu ljósi og það er eins og þú getir ekki fundið hamingjuna, hvernig sem þú leitar. Þú upplifir þig fastan, leiðan, kvíðinn og jafnvel hræddan. Ekki góðar tilfinningar. En góðu fréttirnar eru að þú getur breytt þessu. Valkosturinn er þinn.

 

Skref 3:

Trúðu á sjálfan þig. Þú hefur alla möguleika á að eignast gott líf sem þér líkar.  Þú verður að:

A) Trúa á sjálfan þig

B) Sjá fyrir þér lífið eins og þú vilt hafa það og breyta því þannig.

C) Hafa hugrekki til að taka áhættu, skoða raunveruleikann eins og hann er, og taka af skarið.

D) Hættu að vorkenna sjálfum þér, þú verður að komast yfir þá tilfinningu að upplifa þig alltaf sem fórnarlamb. Farðu að upplifa þig sem sigurvegara, taktu stjórn á eigin lífi. Hvernig gerir þú það? Taktu ákvörðun og leggðu af stað. Gerðu það NÚNA!

 

Skrefi 4:

Æfðu þig í að hafa frjálst val. Valið er alltaf þitt. Fyrir mörg okkar er ennþá svo erfitt að velja að lifa hamingjusömu lífi.  Stundum finnur fólk fyrir huggun í að vera í þekktu og „öruggu svæði“. Breytingar eru svo ógnvekjandi. Um leið og þú gerir þér grein fyrir þessu og samþykkir þessa staðreynd, þá fyrst ertu tilbúinn að leggja af stað og gera breytingar í lífi þínu.

 

Skref 5:

Að horfast í augu við lífið. Horfðu á sjálfan þig í spegli, horfðu í augun á sjálfum þér. Hvað sérðu raunverulega?  Ein stærsta áskorun sem við getum tekist á við, er að hrista rækilega upp í okkur. Að horfast í augu við sjálfan sig og segja „ég er tilbúinn að gera það sem þarf til að eignast líf sem mig langar í og ég elska.

Þegar ég horfist í augu við sjálfan mig, þá segi ég þetta- „ Ég bý yfir því sem þarf til, ég hef kraftinn“. Brostu til þín, fær það þig ekki til að líða frábærlega. Það er eins öllum heimsins áhyggjum hafi verið létt af öxlunum á þér.

Þegar þú byrjar að hafa trú á sjálfum þér, þá tekur þú eftir að þér er allt mögulegt. Losnað úr gamla farinu og komdu þér af stað. Þá fyrst ferðu að finna fyrir hamingjunni.

 

Um leið og þér fer að líða vel, þá smitar þú það út í umhverfið og þú ferða að taka eftir öllu því góða og jákvæða í kringum þig. Þú ferð að leysa verkefni dagsins, með jákvæðni og gleði.

Þú verðskuldar að vera hamingjusamur einstaklingur.

Previous
Previous

Þunglyndi og ungt fólk

Next
Next

Taktu ákvörðun um að vera hamingjusamur einstaklingur