Fyrirmyndir

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft segir máltækið

Staldraðu nú aðeins við og hugsaðu um eigin færni á nokkrum miklvægum sviðum lífsins , eins og færni þína við að sýna blíðu og tjá ást að takast á við mótmæli , að umgangast konu að umgangast karla, að vinna úr reiði , að skemmta sér og margt fleira. Eins og þú sérð strax,  er hér um að ræða færni tengda tilfinningum

Var mikið talað við þig um þessi mál , þegar þú varst barn

Hefurðu hugleitt hvernig þú lærðir , hvað sem þú kannt , eða kannt ekki á þessu sviði

Líklegt er að þú hafir lítið lært af lestri bóka eða góðfúslegum ráðleggingum uppalanda þinna

Trúlega hefur þú mótast mest af því að sjá hvernig aðrir gerðu , taka þátt í reynslu annara og fylgjast með. Þetta nám hefur ekki tengst mörgum orðum, það hefur meira og minna verið ómeðvitað, en er þó afar sterkt mótandi. 

Það er mín skoðun að barn hafi beinlínis þörf fyrir fyrirmyndir, það sést til dæmis á leikjum þeirra , þau vilja herma eftir , gera eins og pabbi og mamma. Að sumu leiti eru leikir þeirra æfing í að vera fullorðin. Þá sést það einnig glöggt á börnum sem fara hafa mis við mikilvægar fyrirmyndir. Hjá þeim eru leitin af fyrirmyndum oft meðvituð og yfirleitt hætta þau ekki að leita fyrren þau sjá heppilegan einstakling sem getur kennt þeim hvernig maður gerir hlutina.

Margt hefur tímana rás,  en þó hefur þjóðfélagið okkar aldrei breyst jafn hratt og núna síðastliðnu áratugina , ein mikilvæg breyting er fólgin í aðgengi barnanna að foreldrum sínum dags daglega.

Fæst nútímabörn sjá nokkurtímann foreldra sína vinna þó þau séu e.t.v vinnandi mikin hluta sólarhringsins, að vísu flokkast heimilisstörf undir vinnu, og einnig vinna kennara og dagmæðra en önnur vinna er flestum börnum yfirleitt framandi.

Annað atriði sem hefur hér áhrif er aukin tíðni hjónaskilnaða, stór hluti drengja hefur litin aðgang að feðrum sínum eða staðgenglum þeirra. En Það er raunar báðum kynjum bæði drengjum og stúlkum nauðsynlegt að eiga karlmann að fyrirmynd. Móðurhlutverkið er svo ekki síður mikilvægt börnum, báðum kynjunum.

Við þurfum að læra að umgangast karla og konur vita á hvern hátt kynin eru ólík, og læra að bera virðingu hvert fyrir öðru. Þegar upp er staðið verður vart á milli greint hvort kynið er mikilvægara börnunum sem fyrirmynd.

Börnin okkar vilja og þurfa samneiti við báða foreldra til að byggja upp sterka sjálfsmynd.

Í rauninni erum við fyrirmyndir barnanna okkar hvernig sem við stöndum okkur. Mikilvægt er að gera sér ljóst að það sem við gerum sjálf, hvernig við lifum , hvernig við tökumst á við lífið og tilveruna, hvernig við skemmtum okkur og umgöngumst aðra er í rauninni sterk skilaboð til barnanna okkar um það hvernig fullorðna fólkið fer að.

Fróðleik á þessu sviði drekka börnin í sig, hálft í hvoru hugsanalaust. Þetta er í rauninni öflugasta námið í skóla lífsins og lengi muna börnin.                        

kids on the hallway.jpg

Previous
Previous

FÍKN

Next
Next

Tilgangur lífsins