Tilgangur lífsins

Flest okkar hafa einhvern tíma á ævinni velt því fyrir sér hver tilgangur lífsins er. Stundum virðist allt vera svo tilgangslaust. Sagt er að tilgangur lífsins sé að finna lífshamingjuna og hljómar það mjög skynsamlega. Hver vill ekki vera hamingjusamur! En hvernig skilgreinum við hugtakið hamingja? Hamingjan er ástand þegar við lifum í núinu og höfum hvorki áhyggjur af fortíðinni eða framtíðinni. Það er greinilegt að áhyggjur hafa slæm áhrif á hamingjutilfinninguna.

Oftast er fólk að leita hamingjunnar í einhverju sem er fyrir utan eigið sjálf. Það geta verið efnislegir hlutir eða tilfinningar til annarra o.s.frv. En hamingjan þarf að koma innan frá óháð ytri áhrifum. Bara með því að finna innra ró og skilyrðislausan kærleika getum við verið hamingjusöm. Það er ekki þar með sagt að við eigum að forðast erfiðleika og lifa eins einföldu lífi og mögulegt er, þvert á móti. Að berjast við erfiðleika styrkir okkur en erfiðleikar okkar þurfa ekki að gera okkur óhamingjusöm. Allt hefur sína andstæðu. Það getur ekki verið dagur án nætur. Það getur ekki verið myrkur án birtu. Það getur ekki verið gott án ills o.s.frv.

Við getum ekki verið hamingjusöm án þess að vita hvernig er að vera óhamingjusöm. En við erum oft að skella skuldinni á eitthvað sem hindrar okkur í að vera hamingjusöm. Við getum ekki verið hamingjusöm fyrr en við höfum eignast meiri peninga, fleiri vini, fengið skemmtilegri vinnu eða orðið ástfangin, orðið heilbrigð og svo framvegis. Þegar við hugsum þannig getum við aldrei verið hamingjusöm. Það mun alltaf vera eitthvað sem við eigum ekki nóg af. Og hvað svo ef við missum eitthvað af þessu? Þá verðum við strax óhamingjusöm.

Lífshamingjan á að koma innan frá okkur sjálfum. Við eigum að sækjast eftir að finna innri frið og hamingju. Við þurfum að læra að elska okkur sjálf eins og við erum og vera ánægð og hamingjusöm með það sem við höfum. Ef við finnum þennan frið og hamingju kemur hitt á eftir. Þá eignumst við meiri peninga, fleiri vini, fáum skemmtilegri vinnu, verðum ástfangin og heilbrigð og svo framvegis. Það getur verið erfitt að komast úr þessum vítahring sem við erum í. En það er hægt. Við skulum bara vera ákveðin í að það takist, þá gerist það líka.

Aðalmálið er að vera jákvæð og bjartsýn. Við skulum lifa í núinu. Læra að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Og þá er ég að tala um það sem við höfum í kringum okkur. Læra að taka eftir og njóta smáatriðanna. Það er svo mikið jákvætt í kringum okkur. Það er bara að opna augun og sjá þetta. Það er t.d. yndislegt að ganga um í náttúrunni og velta fyrir sér því sem við sjáum í kringum okkur.

Taka upp blóm eða laufblað og finna hvað það ilmar yndislega. Eða gleðjast þegar barn brosir til okkur í kjörbúðinni. Það er gleði út um allt.

Annar tilgangur lífsins er að sál okkur læri og þroskist. Við höfum komið til þessa lífs í einhverjum sérstökum tilgangi. Það er bæði til að þroskast í sálinni á einhverju sérstöku sviði, en líka til að aðrir í kringum okkur muni þroskast. Stundum lífum við mjög stuttu eða erfiðu lífi. Við lærum mest af því sem við upplifum sem eitthvað neikvætt. Það er ekki auðvelt að lífa en það er dásamlegt. Við getum ekki fengið nóg af því jákvæða, en það er hið neikvæða sem er mikilvægt fyrir okkur. Lífið virðist snúast um að finna hamingjuna á einn eða annan veg. Þegar barn fæðist byrjar það yfirleitt strax að gráta.

Barnið upplifir í fyrsta sinn hvernig það er að vera óhamingjusamt. Þegar allt róast og barnið byrjar að sjúga brjóst móður sinnar upplífir barnið hamingju. Svona er þetta lífið út í gegn. Það skaðar ekki að finna fyrir óþægindum í smástund, ef það verður ekki varanlegt ástand. Við höfum yfirleitt margar útskýringar á hvers vegna við erum ekki hamingjusöm. Það er alltaf eitthvað í veginum.

Aðrir geta verið hamingjusamir en ekki við! Sem unglingar getum við ekki verið hamingjusöm fyrr en við höfum lokið skóla og nám og fengið góða vinnu. Svo getum við ekki verið hamingjusöm fyrr en við verðum ástfangin. Þegar við erum í sambúð getum við ekki verið hamingjusöm fyrr en við höfum eignast börn. Svo getum við ekki verið hamingjusöm fyrr en börnin eru flutt að heiman. Þá getum við ekki verið hamingjusöm fyrr en við erum komin á eftirlaun o.s.frv. Þegar við hugsum þannig getum við aldrei verið hamingjusöm.

Það mun alltaf vera eitthvað sem vantar. Og hvað svo ef við missum eitthvað af þessu? Þá verðum við strax óhamingjusöm. Það sem við oft túlkum sem hamingju, er eins konar lífsfylling. T.d. það að vera ástfangin, eiga góða vini, hafa góða vinnu, eiga nóga peninga o.s.frv. Ekkert af þessu er varanlegt. Við getum misst þetta hvenær sem er. En lífshamingju sem við finnum innra með okkur getur enginn tekið frá okkur. Fjárhagsleg staða okkar hefur ekki áhrif á hamingjuna. Sá sem er fátækur og hamingjusamur og eignast mikla peninga, verður áfram hamingjusamur. Sá sem er fátækur og óhamingjusamur og eignast mikla peninga, verður áfram óhamingjusamur.


Hvernig getum við fundið þessa innri ró og kærleika?

Góð spurning!

Við getum staldrað við og íhugað hvað við erum að gera. Gerum við það sem við viljum gera? Hvað er það sem við höfum og hvers söknum við? Maður heyrir svo oft um fólk sem hefur lent í slysi eða alvarlegum veikindum o.s.frv. Þetta hefur svo haft í för með sér að það lítur allt öðruvísi á lífið og tilveruna. Það lærir að meta það sem skiptir það máli. Afleiðingin er oftast að þeir lifa betra og minna stressandi lífi. Valið er okkar. Eigum við að sitja og bíða eftir slysinu sem breytir lífi okkar til hins betra eða viljum við frekar gera eitthvað að eigin frumkvæði. Við eigum að endurskoða líf okkar. Það er aldrei of seint að breyta til. Við getum náð innra friði og ró með því að þróa okkur andlega.

Við tengjumst nánar því guðlega í okkur. Það að við verðum meira meðvitað um að við erum aldrei ein, skapar meira ró og frið innra með okkur. Við eigum auðveldara með að finna skilyrðislausan kærleika til alls og allra. Það er enginn sem á það ekki skilið, að fá kærleika.

Lífið er flókið!
Ekki flækja það ennþá meira!

images (9).jpg
Previous
Previous

Fyrirmyndir

Next
Next

Lífið er núna!!