Unglingar eru ekki tifandi tímasprengjur

Þvert á algenga trú þess efnis að börn og unglingar sem ekki eru vel aðlöguð að umhverfi sínu, séu í raun tifandi tímasprengjur, því þegar að unglingsárum kemur hafa rannsóknir jafnvel sýnt að flestir unglingar aðlagast og hagnast af lífsreynslu sinni.Án mikils óstöðuleika finna þeir jafnvægi snemma á lífsleiðinni milli langanna og þarfa sinna og væntinga fjölskyldu og samfélagsins.

Þetta jafnvægi virðast flestir jafnvel ná án mikilla erfiðleika eða baráttu.

Rannsóknir hafa einnig sýnt að flestir þeir sem lenda í erfiðleikum á unglingsárum ná sama stöðuleika og aðrir í lífi sínu þegar á fullorðinsárin kemur.

Rannsóknir af þessum toga, þrátt fyrir mjög jákvæðar niðurstöður, mæla sjaldan með hvaða hætti ungt fólk er aðstoðað í gegnum þá erfiðleika sem upp kunna að koma á unglingsárum. Það er væntanlega vegna þess að sú aðstoð getur verið svo margbreytileg eftir einstaklingnum að erfitt er að gera skilmerkilega grein fyrir henni. En það er ýmislegt sem uppalendur geta haft í huga þegar kemur að því að stuðla að góðri andlegri heilsu barna sinna og minnka líkur á áhættuhegðun og vímuefnaneyslu.

Mikilvægt er að tala við börnin og geta átt regluleg og einlæg samskipti við þau. Með því eiga uppalendur auðveldara með að þekkja þau málefni og tilfinningar sem börnin glíma við hverju sinni. Þá er mikilvægt að uppalendur séu þátttakendur í lífi barna sinna. Börn sem eiga foreldra sem taka virkan þátt í starfi þeirra og leik eru ólíklegri til þess að leiðast út í fíkniefni eða afbrot. Mikilvægt er að setja börnum einnig reglur. Þær þurfa að vera skýrar og stuðla að stöðugleika í lífi þeirra.

Uppalendur eru einnig fyrirmyndir og börn líkja oft eftir fullorðnum og óhófleg notkun áfengis uppalenda, fíkniefnaneysla eða fordómar gagnvart einhverjum þjóðfélagshóp gæti fengið barn til að draga þá ályktun að slík hegðun og viðhorf séu í góðu lagi.

Allir hafa heyrt orðið “hópþrýstingur”. Börn vilja auðvita, eins og aðrir, að þeim sé vel tekið af jafningjum og stundum getur það orðið til þess að þau framkvæma hluti sem þau venjulega myndu ekki gera.

Hlutverk foreldra í að þroska félagshæfni er því mikilvægt og mun hafa áhrif þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Uppalendur þurfa að vera meðvituð um hvað börnin þeirra eru að gera. Rannsóknir hafa sýnt að séu foreldrar vel upplýstir um hvað börn þeirra eru að gera dags daglega minnkar líkurnar á því að þau lendi í fíkniefnum eða afbrotum.

Previous
Previous

Svar mitt var ofbeldi…

Next
Next

FÍKN