Æðruleysi

Æðruleysi er að láta það ekki trufla innra jafnvægi sitt þótt annað fólk stjórnist af neikvæðum tilfinningum á borð við öfund og gremju og sendi svartsýnisraus út í rýmið.

Æðruleysi er að láta ekki orð og athafnir annarra stýra sinni eigin líðan.

Æðruleysi er að staldra við og hugsa áður en ég bregst við því þegar mér er sýnd lítilsvirðing.

Æðruleysi er að vera ávallt tilbúinn að sjá það jákvæða í fari hins og vita að ef orð hans og athafnir særa mig, þá er það vegna einhvers sem hann ber innra með sér.

Æðruleysi er sá mælikvarði sem ég nota til að meta styrkleika minn.

maxresdefault.jpg

Previous
Previous

Fyrirgefning

Next
Next

Barnið mitt var byrjað að nota fíkniefni ....