Jólin þín og mín
STOLT og þakklæti er okkur efst í huga þegar við göngum frá þessu verkefni sem núna var að klárast. Jòlin þìn og mìn verkefni Tònasmiđjunnar og gesta var núna haldið í sjötta skipti og náđi hápunkti sìnum Sunnudaginn 15. Des með glæsilegri JÓLA tónleikasýningu. Virkilega hátíðleg stund í íþróttarhöllinni á Húsavík með um 70 flytjendur á ýmsum aldri og FRÁBÆRUM tónleikagestum.
Yndisleg stund sem gaf okkur mikiđ.
Okkur langar ađ þakka þeim FJÖLMÖRGU sem komu ì höllina og nutu stundarinnar međ okkur, öllum þeim FLOTTU flytjendum sem tóku þátt og heiðursgestum okkar í þessu verkefni þeim Hrafnhildur Víglunds - Hrabbý, Ívar Helgason, Karlakórinn Hreimur og Dansskólinn Steps. Ekki má gleyma öllu því frábæra aðstoðarfólki sem hjálpaði okkur að setja upp og taka niður og öllum okkar styrktaraðilum. Takk ALLIR!!
Þetta verkefni okkar er bùiđ ađ vera afar skemmtilegt og um leiđ krefjandi ferđalag, sem náði hápunkti sínum með þessari góðu stund Mikiđ skipulag og margar æfingar liggja að baki sem skiluđu sèr svo sannarlega. Hòpurinn okkar stòđ sig frábærlega og það gleður okkur mikiđ og erum við afar stolt ađ geta um leið styrkt GOTT málefni, enn við styrktum Velferđarsjòđ Þingeyinga um 700 þús kr og lögðum við það inná reikning sjóðsins.
Gaman er að segja frá því að á þessu herrans ári 2024 höfum við styrkt góð málefni Umhyggju, Píeta og Velferðarsjóð Þingeyinga um samtals 1.7 milljón króna. Núna í Desember gáfum við einnig jólagjafir til heldra fólksins okkar í Hvammi og Skógarbrekku heimili aldraðra eins og við höfum gert undanfarin 6 ár og auk þess inná meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot.
Viđ erum núna þegar byrjuđ ađ leggja drög ađ næsta stóra verkefni Tònasmiđjunnar sem byrjar núna ì Janùar n.k. Eftir gott jólafrì byrjum við á fullu aftur og verður GLÆSILEG ROKKsýning ì vor. Enn þar ætlum við að ROKKA gegn krabbameini með verkefninu “LJÓS í myrkri” og halda tónleikasýningu til styrktar Ljósinu og Krabbameinsfélag Þingeyinga. Endilega fylgist međ okkur.
TAKK fyrir okkur og GLEÐILEGT NÝTT Ár
ljósmyndir: Hilmar Friðjónsson