Gleðilegt nýtt ár 2025

Gleðilegt nýtt ár 2025

Takk fyrir okkur '24 þetta GÓÐA ár sem er senn á enda og hefur verið algjörlega FRÁBÆRT. Margt hefur verið gert og erum við afar þakklát fyrir þann stuðning, þau hrós og þá viðurkenningu sem við höfum fengið fyrir okkar starf. Á þessu herrans ári héldum við fjórar stórar sýningar, þrjár á Húsavík og eina á Dalvík og nokkra minni tónleika ásamt ÆÐISLEGUM flytjendum, gestum og aðstoðarfólki og styrktum þrjú góð málefni; Umhyggju, Píeta og Velferðarsjóð þingeyinga um samtals 1700 þúsund krónur og erum við afar STOLT af því. Framundan ì starfi okkar eru skemmtileg og krefjandi verkefni á nýju ári '25 sem við tökum fagnandi á móti og hlakkar okkur mikið til að takast á við það og hefst það núna strax á þrettándanum. Við erum einnig farin að leggja drög að næsta stóra verkefni og næstu sýningum. Verkefnið hefst hjá okkur núna þann 16. Jan n.k. og ber nafnið "LJÓS í myrkri" þar sem við ætlum að ROKKA gegn krabbameini og til styrktar góðum málefnum ; Ljósið endurhæfing og Krabbameinsfélag Þingeyinga. Kæru vinir TAKK fyrir samfylgdina á árinu og hafið það ávallt sem BEST. Endilega fylgist með okkur áfram. #Tónasmiðjan

Previous
Previous

Ársskýrsla 2024

Next
Next

Jólin þín og mín