Hópþrýstingur

Hvað stjórnar okkur?

Það er stór spurning, það er margt sem hefur áhrif á okkur í lífinu. Hópþrýstingur er dæmi um mjög sterkt afl, ef við hleypum honum að, það getur verið erfitt að brjótast á móti straumnum. Hópþrýstingur snýst ekki bara um áfengi og reykingar hann getur birst í ótal myndum og verið býsna miskunnarlaus. 

Nú á tímum tækniþróunar eru margar leiðir til að nánast gera útaf við einstakling, með bloggi, sms-sendingum, fb , instagram , svo eitthvað sé nefnt. Það er erfitt að neita því að vinir hafi áhrif á okkur, því öll höfum við hæfileikann til að aðlagast og í því fellst að við venjumst umhverfinu í kringum okkur og lögum okkur að öðrum.

Gott er að vera á verði, við sjálf verðum að hafa kveikt á perunni og grípa í taumana ef hópurinn í kringum okkur er  t.d. að verða of neikvæður eða of hrifinn af fíkniefnum. Þá er oft nauðsynlegt að skipta hreinlega um hóp! Þú ert það sem þú hugsar og ætlar, þú verður að því sem þú hugsar.

Aðalmálið er: Að standa með sinni skoðun og ekki gera neitt sem maður er ekki sannfærð/ur um að sé rétt að gera.  Hætta er á að við gerum eitthvað bara til að þóknast öðrum. Það er ok að geta sagt það sem maður vill segja. samt má ekki gleyma að hópar geta líka verið til góðs og stuðlað að góðum verkum.

Góð og jákvæð sjálfsmynd hjálpar til að geta sagt nei þegar það á við. Það veitir ánægjutilfinningu sem er sæt og góð. Sjálfsmynd segir til um það álit sem þú hefur á sjálfum þér og sú sýn getur haft mikil áhrif á farsæld þína í lífinu.

Previous
Previous

Dagurinn í dag

Next
Next

Ég leiddist út í dóp og vændi - reynslusaga