Hamingja

Söfnun góðra minninga er ein sú besta leið sem ég kann til að auka hamingjustig mitt, fátt er betra efir góðan dag en að leggjast á koddann á kvöldin og geta sagt, takk fyrir frábæran dag. Ekki er nú allir dagar góðir, við erum að vísu löngu búin að losa okkur við ólundina, fýluna og það allt saman, samt eru dagarnir misjafnir. Ásetningur minn til verkefna dagsins ræður miklu, verkefni sem ég leysi með hangandi hendi eða ólund verða aldrei að góðri minningu.

Sársauki sem ég tekst á við veður mér þungbær þangað til ég umbreyti honum í lærdóm og þaðan svo í þroska. Einlæg löngun til að vera heiðarleg og góð manneskja er ómetanlegt hjálpartæki til að mæta verkefnum dagsins, þannig að minningar dagsins verði góðar og auki hamingjustigið okkar. Með þetta að leiðarljósi er auðvelt að eignast 362 góða daga á ári, þrír dagar á ári er nægjanlegt í ólundina. Best er að skipta þessum þremur dögum strax niður á 1 ½ klst á viku ef við viljum nýta þessa tíma, t.d. miðvikudagur frá 11-11:30 tími til að vera í gremjukasti,  30. mín á fimmtudagskvöldum pirringur við makann eða börnin, sunnudagskvöld 30. mín, óánægjukast og kvíði vegna vinnu.

Það má að sjálfsögðu breyta til milli vikna.

Previous
Previous

Gleðilegt sumar!!

Next
Next

Ég fór í partýið mamma ... (reynslusaga)