Ég fór í partýið mamma ... (reynslusaga)

Ég fór í partýið mamma, ég mundi hvað þú sagðir, ekki drekka og keyra, svo að ég fékk mér bara gos. Ég var stolt mamma eins og þú sagðir að ég mundi verða, ekki drekka og keyra þó að vinir mínir vilji það, ég tók heilbrigða ákvörðun mamma og þínar ráðleggingar voru réttar. Þegar veislan var loks búin, settist ég í bílinn minn, örugg um að komast heil heim. En það sem gerðist mamma var það sem ég reiknaði síst með, nú ligg ég hér í götunni mamma og heyri lögguna segja: strákurinn í hinum bílnum var fullur undir stýri.

Mamma rödd hans er svo fjarlægð, ég er öll út ötuð í blóði mamma, en ég reyni að gráta ekki, ég heyri sjúkraliðana segja: stelpan á ekki mikið eftir. Ég er viss um að strákurinn pældi ekkert í þessu á meðan hann var undir áhrifum, því hann valdi að drekka og keyra. Mamma er ég að deyja? Af hverju gerir fólk þetta mamma? Vitandi að það getur eyðilagt líf.

Ég finn svo til mamma, það er eins og að ég hafi verið stunginn með óteljandi hnífum. Segðu systur minni að vera ekki hrædd mamma, segðu pabba að vera hugrakkur og þegar ég fer til himna mamma viltu þá skrifa á legsteininn: Stelpan hans pabba. Bara ef hann hafði ekki keyrt fullur mamma, þá væri ég enn á lífi. Ég á erfitt með að draga andann mamma, ég er svo hrædd, þetta er mín hinsta stund, en ég er ekki tilbúin mamma. Ef ég gæti bara haldið utan um þig elsku mamma mín. Ef ég gæti haldið í hönd þína mamma á meðan ég dey. Mamma mín ég elska þig. Bless.

SKILABOÐIN ERU SKÝR! - ÞÚ skiptir máli!!!!

EKKI AKA UNDIR ÁHRIFUM ÁFENGIS EÐA ANNARRA VÍMUEFNA

SENDU ÞETTA ÁFRAM OG KOMDU Í VEG FYRIR DAUÐSFALL.

rosa_negra.jpg
Previous
Previous

Hamingja

Next
Next

Ég var komin í djúpan dimman dal kvíða og ótta "Reynslusaga"