Gleðilegt nýtt ár

Tónasmiðjan og ÞÚ skiptir máli „Forvarnar, og fræðslustarf” þakkar fyrir sig á árinu 2021 og óskar ykkur öllum farsældar á nýju ári 2022 sem fer núna að ganga í garð.

Árið 2021 var algjörlega frábært og erum við afar þakklát fyrir allan þann stuðning og það hrós sem við fengum fyrir okkar starf. Á árinu 2021 héldum við m.a. þrjár stórar tónleikasýningar í Tónasmiðjunni ásamt frábærum gestum og styrktum góð málefni fyrir samtals 1.2 milljón króna. Heimasíðan okkar og hlaðvarpstöðin gekk vel á þessu ári og um tíma vorum við að gefa út 5 þætti á viku og hlustunin frá upphafi hefur alltaf verið góð. 

Viđ erum byrjuđ ađ leggja drög ađ næsta verkefni sem hefst núna ì Janùar n.k.  

Um leið og við óskum ykkur öllum velfarnaðar á nýju ári 2022 viljum við þakka öllum þeim sem hafa sýnt okkur áhuga , hvatt okkur áfram, styrkt okkur og/eða rétt okkur hjálparhönd með einum eða öðrum hætti.  Án ykkar væri þetta ekki hægt.

TAKK fyrir okkur!!!

Previous
Previous

engin framtíð í fortíðinni

Next
Next

Jólin þín og mín