ÉG er frjáls
Ég er frjáls – frjáls til þess að vera, til þess að gera, til þess að samþykkja, til þess að hafna. Ég er frjáls til þess að vera vitur, ástrík/ur, blíð/ur og þolinmóð/ur – alveg eins og mig hefur alltaf langað til þess að vera.
Ég er frjáls til þess að gera það sem ég álít vera skynsamlegt – það sem á engan hátt veldur öðrum skaða eða miska. Ég er frjáls til þess að gera það sem leiðir mig í átt að friði og sátt.
Ég er frjáls til þess að taka ákvörðun með eða á móti, til þess að segja nei og til þess að segja já.
Ég er frjáls til þess að lifa gjöfulu lífi og til þess að leggja eitthvað af mörkum.
Er ég farinn að trúa því að ég hafi frelsi til þess að vera besta útgáfan af sjálfum mér ?