Forvarnir hefjast heima III

Foreldrar eru mikilvægir í forvörnum og reynast vera þeir sem mest áhrif hafa á velferð barna sinna, einkum þegar eitthvað bjátar á. Til að styðja foreldra og styrkja í uppeldishlutverkinu hefur Vímulaus æska í mörg ár miðlað upplýsingum og ráðum til foreldra á tímamótum eins og yfir sumartímann og um verslunarmannahelgar. Þótt ekki séu til nein töfraráð til að fyrirbyggja vímuefnaneyslu geta ráð sem þessi styrkt sjálfstraust foreldra og ábyrgð þeirra í forvörnum.

HAFÐU SKOÐUN : Taktu þátt í lífi unglingsins með það í huga að hann þarfnast hæfilegs aga og aðhalds í stað „afskiptaleysis“. Hvettu barnið þitt og sýndu áhuga á jákvæðum viðfangsefnum.

EKKI KAUPA ÁFENGI : Unglingur þarfnast ekki vím unnar. Sá sem kaupir áfengi fyrir barnið sitt stuðlar að tvennu: a) gerir vímuna eftirsóknarverða og b) gefur barninu til kynna að foreldri sé sátt við neysluna.

SÝNDU ÁHUGA : Unglingur þarf athygli foreldris, sérstaklega á sumrin þegar skólinn veitir ekki lengur aðhald. Áhugi þinn á „sumarfríi“ barnsins getur skipt sköpum í forvörnum.

VERTU VAKANDI : Ef unglingur er byrjaður að neyta áfengis á grunnskólaaldri verður foreldri að beita festu og miklu aðhaldi í uppeldi, eigi neyslan ekki að valda óbætanlegum skaða.

LEITAÐU RÁÐA : Ef einhver minnsti grunur er um vímuefnaneyslu barns eiga foreldrar án tafar að leita ráðgjafar hjá fagaðila – líf barnsins er í húfi.




Previous
Previous

Forvarnir hefjast heima IV

Next
Next

Vinátta