Einn dag í einu.

Meðan við rýnum í það ókomna og reynum að sjá fyrir atburði og samskipti í framtíðinni til að vera viðbúin öllu því sem mögulega getur komið upp á að við missum af möguleikum dagsins í dag. 

Með því að nýta daginn í dag sem best getum við búið okkur undir það sem morgundagurinn ber í skauti sér en við erum engu betur undir það búin að takast á við erfiðleika í framtíðinni þó við sóum deginum í dag í að hafa áhyggjur af morgundeginum.

Erfiðleikar og sársauki í framtíðinni verður hvorki meiri né minni þó við veltum okkur upp úr áhyggjum yfir þeim í dag, við drögum aðeins þjáningar okkar á langinn.

Með því að lifa einn dag í einu gefst okkur kostur á að skipta óviðráðanlegum verkefnum niður í smærri og viðráðanlegri hluta og reynt að láta hverjum degi nægja sína þjáningu og gleði.  

images.jpg



Previous
Previous

ÞÚ átt rétt á …..

Next
Next

Vandamálatréð