ÞÚ átt rétt á …..
Við eigum þetta eina líf og því mikilvægt að við lifum því eins vel og við getum. Með því að staldra við og skoða hvað það er sem við getum gert betur og styrkja okkur sjálf í framhaldi af því, erum við kannski að taka fyrsta skrefið en jafnframt það mikilvægasta í átt að betra lífi - viðurkenna að mikilvægasta sambandið í lífinu er við okkur sjálf.
Nokkur grundvallarréttindi í mannlegum samskiptum
Þú átt rétt á því að segja: „NEI“ og standa við það.
Þú átt rétt á að sleppa því að útskýra eða réttlæta þína eigin hegðun.
Þú átt rétt á að aðrir sýni þér virðingu.
Þú átt rétt á að skipta um skoðun.
Þú átt rétt á að vera ósammála skoðunum annarra.
Þú átt rétt á að gera mistök – og rétt á að taka ábyrgð á þeim.
Þú átt rétt á að segja: „Ég veit það ekki“.
Þú átt rétt á að taka óskynsamlegar ákvarðanir.
Þú átt rétt á að segja: „Ég skil ekki “.
Þú átt rétt á að segja: „ Mér er alveg sama“.
Þú átt rétt á að taka ekki ábyrgð á gjörðum annarra.
Þú átt rétt á að meta eigin hegðun, hugsanir og tilfinningar og að taka ábyrgð á þeim og afleiðingum þeirra gagnvart sjálfri/sjálfum þér.