í hjarta þínu

Það sem þú átt í vasanum er ekki mikilsvert, eingöngu það sem þú átt í hjarta þínu".

1. Láttu engan segja þér að þú getir ekki eitthvað því þú ein/n veist hver styrkur þinn er.

2. Vertu einlæg/ur og trú/r því sem þú framkvæmir og segir.

3. Hvatning og hrós getur glatt manneskju óendanlega mikið án þess að þú vitir það.

4. Brostu þótt þú hafir ekkert tilefni til þes, það lýsir upp andlit þitt.

5. Talaðu frekar um kosti einhvers heldur en galla.

6. Segðu alltaf satt þótt það geti verið erfitt.

7. Baktal er einungis fyrir þá sem þurfa að sanna sitt eigið ágæti á kostnað annarra.

8. Öll höfum við lítið ljós innra með okkur sem við þurfum að vernda og gefa öðrum af sem ekki finna sitt.

9. Ekki reyna að líkjast öðrum því þú ert eina útgáfan af þér og þar af leiðandi einstök.

10. Elskaðu skilyrðislaust

Previous
Previous

bara eitt líf

Next
Next

HEY ÞÚ!!! Já, ÞÚ.