Verður þú fyrir einelti?

Verður þú fyrir einelti ?

 

Ef þú verður fyrir einelti, ekki örvænta.

Mundu að það á enginn rétt á því að koma fram við þig á niðrandi hátt.

Hvað áttu að gera ef einhver kemur fram við þig á niðrandi hátt ….

 

·  Ráðleggja þig við einhvern sem þú treystir

·  Deildu tilfinningum þínum við einhvern

·  Skrifa niður punkta um eineltið, því það er ótrúlega auðvelt oft að gleyma því sem slæmt er.

·  Ekki örvænta.

·  Mundu að vandamálið er hjá gerandanum, þeim sem lætur þér líða illa,  en ekki hjá þér sjálfri/um.

·  Það réttasta  til að gera í stöðunni er að biðja um hjálp.

·  Ekki láta gerandann sjá að þú örvæntir.

·  Settu upp öryggis hlið og haltu höfðinu hátt, ekki leyfa viðkomandi að sjá að honum er að taka að láta þér líða illa.

·  Þegar á þessu stendur passaðu að missa  ekki skap þitt eða sýna æsingu í líkamsbeitingu - Þá sér hann að honum er að takast að láta þér líða illa.

·  Ekki fela sannleikann um það sem er í gangi . 

 

Hjá ÞÚ skiptir máli starfa ráðgjafi og leiðbeinendur sem taka vel á móti þér.

Þú getur sent okkur tölvupóst á [email protected]  og fengið ráðleggingar.

Ekki vera hrædd/ur við að leita þér hjálpar.