Er ég fíkill?
Þrjátíu einkenni fíknar
Hefur barnið þitt verið úti alla nóttina án leyfis? ( áður en þú segir ,,það gera allir krakkar,” þau gera það nefnilega ekki öll.
Hefur þú fundið hluti í herbergi hans/hennar, sem ekki eiga þar heima ?
Er barnið undarlegt til augnanna þegar það kemur heim?
Er barnið augljóslega í vímu þegar það kemur heim?
Hefur barnið meitt systkini sín?
Hefur barnið hagað sér ósæmilega á opinberum samkomum þar sem önnur börn haga sér vel ?
Hefur yfirkennari eða skólastjóri hringt til þín vegna sonar þíns eða dóttur ?
Hefur honum/henni verið vísað úr skóla ?
Eru einkunnir barnsins verri en í fyrra ?
Skrópar hann/hún ?
Er barnið hætt að taka þátt í íþróttum eða skólastarfi sem það hafði ánægju af áður fyrr? Fer hann ekki á fótboltaæfingar eins og áður ? er hún hætt í danstíma.
Hefur klæðnaður barnsins breyst, jafnvel þegar miðað er við klæðaburð félaganna?
Er barnið hætt að vinna húsverkin sín af áhuga ? er afsökunin ,,Ég þarf að skreppa út”?
Hittir barnið vini sína oft á skólalóðinni eftir skóla? Skólalóðir grunn og framhaldsskóla eru kjörinn sölu og neyslustaður á kvöldin og um helgar. Foreldrarnir eru að vonum ánægð með að séu á skólalóðinni með félögunum en ekki á Hlemmi í óreglu. Auðvitað viljum við trúa börnunum okkar. En þetta er ekki spurning um siðferði, það er við erfiðan sjúkdóm að eiga.
Talar barnið um frábær teiti, vikur og mánuði frammí tímann ? ( Ég get ekki beðið eftir að verða tvítug/ur og komast og komast í Ríkið! Þá er sko hægt að detta í það! ) þegar þú minnist á einhvern sem hefur hætt að drekka, segir barnið þá ,, En hvað með kampavín á Gamlárskvöld ?” og þetta er um jónsmessuleytið.
hefur barnið einhverju sinni stært sig af að hafa drukkið alla undir borðið ?
notar barnið orðið partý sem sagnorð fremur en nafnorð? (t.d. ef dóttir þín er að fara í veislu, ræðir hún þá almennt um veisluna, frekar en fólkið sem verður þar? )
vill barnið gista oft hjá vinum sínum? Er mömmu Siggu sama þó þær fái sér bjór? Var þér sagt að mamma Siggu yrði heima, en hún var það ekki ? Aðgættu allar staðreyndir.
finnur þú tómar bjór og brennivínsflöskur undir rúmi barnsins?
hangir barnið þitt í verslunarmiðstöðvum ? Er áfengisútsala þar ? Kaupa unglingarnir áfengi þar eða fá þau einhvern fullorðin til að kaupa fyrir sig ?
hefur vinahópur barnsins augljóslega breyst ?
hverfa lyfin úr lyfjaskápnum smátt og smátt ? Lyfjaskápurinn er ein helsta vímuefnauppspretta barna og unglinga.
er áfengið á heimilinu ( ef þú átt vín ) útþynnt? Hafa gestir þínir einhvern tímann minnst á ,,óvenjulega léttar blöndur” þegar þú hefur blandað eins og venjulega ?
fer barnið undan flæmingi þegar þú spyrð einhvers ?
hverfa peningar ú seðlaveskinu þínu ? Úr sparibaukum á heimilinu ?
endast vasapeningarnir aldrei út vikuna ? Fer sumarhýran jafnhraðan ? Er alltaf verið að biðja um aukafjárveitingar ?
hverfa hlutir af heimilinu ?
hefur unglingurinn verið tekinn af lögreglu vegna ölvunar við akstur ?
hefur þú einhvern tíma íhugað að leita sérfræðiaðstoðar vegna hegðunar barnsins/unglingsins ?
hefur hann/hún einhvern tíma talað um sjálfsvíg, eða reynt að svipta sig lífi ?
Settar hafa verið fram sex vísbendingar sem hjálpa til við að greina hvort um fíkn sé að ræða.
Fyrirbærið sem löngunin snýst um, hvort sem það er áfengi, matur, spilakassar, klám, kynlíf eða hvaðeina, vekur þráhyggjuhugsanir og veldur áráttu.
Fíkillinn er heltekinn af því sem fíkn hans snýst um
Hegðun fíkilsins snýst fyrst og fremst um að svala löngun sinni og fullnægja þörfum sínum.
Löngunin einkennist af stjórnleysi. Hugsanir, tilfinningar, hugmyndir og hegðun fíkilsins eru órökréttar og stjórnlausar í sambandi við allt er snýr að fíkninni. Jafnvel þegar hann reynir að hætta, mistekst honum. Það er eitt aðaleinkenni vanabindingar.
Fíkillinn er háður, líkamlega og/eða andlega og einungis það efni eða hegðun sem hann sækir í getur fullnægt honum þó slík fullnægja sé aðeins tímabundin.
Fíknin leiðir alltaf til niðurrifs og hefur neikvæðar afleiðingar.
Mikilvægt er þó að hafa í huga að þegar talað er um fíkn, að orsök hennar er ekki einungis vegna löngunar einstaklings í skemmtun eða vellíðan og að fíkn hefur ekkert með siðferði eða persónulegan þroska að gera. Þvert á móti er fíkn yfirleitt afleiðing þess að einstaklingur stendur illa andlega. Því er mikilvægt að skilja undirliggjandi andlegt ástand til að takast á við fíkn.
Þrátt fyrir að mikið sé vitað um fíkn, þá er fyrirbærið flókið og sérfræðingar deila um hvort fíkn sé líkamlegur sjúkdómur eða í raun andleg veikindi.
Bréf frá sjúkdómnum
Ég var bara að hugsa um hvort þú hafir gleymt mér,
Ég er sjúkdómurinn þinn. Ég hata fundina ,ég hata æðri mætti,ég hata alla sem hafa prógramm.Skylaboð: allir sem komast í snertingu við mig ,ég óska ykkur kvalar og dauða.Leyfið mer að kynna mig ,ég er sjúkdómurinn fíkn.Ég er gráðugur falskur og sterkur.Svona er ég.Ég hef drepið manneskjur í milljóna tali og er ekki enn ánægður.Ég elska að koma þer á óvart.Ég elska að þykjast vera vinur þinn og huggari.Ég hef huggað þig eða hvað? Var ég ekki til staðar þegar þú varst einmanna?Þegar þú vildir bara deyja,var það ekki mig sem þú hrópaðir á?Ég var hjá þer .Ég elska að láta þer líða illa.Ég elska að láta þig gráta ,eða öllu heldur að ég fái þig það lokaðann tilfinningalega að þú getir hvorki funndið sársauka né grátið.Þegar þú merkir ekkert tilfinningalega ,þá er ég ánægður og allt sem ég bið þig umm eru miklar kvalir.Ég hef alltaf verið til staðar fyrir þig.Þegar allt gekk vel hjá þér ,bauðst þú mer inn í líf þitt.Og ég var sá eini sem héllt með þer.Og saman eyðilöggðum við allt það góða sem var í lífi þínu.Fólk tekur mig ekki alvarlega.Það tekur heilablæðingu ,hjartaáfall og sykursýki alvarlega.Heimskingjar..Ég er sjúkdómur sem allir hata,en ennþá kem ég ekki óboðinn.Þú velur að hafa mig.Það eru svo margir sem hafa valið mig framm fyrir raunverulegt líf og frið.Meira en þú hatar mig hata ég tólfstigsprógrammið.Æðri mátt þinn og fundina hata ég. Allt þetta svíkur mig og ég get ekki unnið eins og ég vill.Nú verð eg að hafa mig hægan .Þú sjérð mig ekki ,en ég er hér.
Þangað til við hittumst aftur ,ef að við hittumst þá óska ég þer kvalar og pínu.
Til umhugsunar hvers vegna við verðum að snúa við til betra lífs.
Sjúkdómurinn Fíkn.