Tímaþjófar
Við lítum gjarnan á of mikið sjónvarpsgláp, dagdrauma, eða allt sem ekki er virk notkun á mínútum og klukkutímum sem tímaþjófa.
Hér eru nokkrir tímaþjófar sem þú hefur kannski ekki velt fyrir þér.
Slúður. Hvað er málið ? Að flytja nauðsynlegar upplýsingar til viðeigandi aðila eða fólks er í lagi, en neikvætt slúður er misnotkun á tíma og eins og Ghandi sagði eitt form af ofbeldi. Við gerum öll okkar besta til að komast í gegnum lífið og takast á við það jafnvel þó aðrir sjái það ekki. Góð nýting á tíma er að tala um afrek og styrkleika annarra.
Gagnrýni. Jákvæð og uppbyggjandi gagnrýni getur verið gagnleg. Gagnrýni er vanalega leið til að fara í kringum eitthvað sem við höfum ekki náð í eigin lífi. Ef við finnum þörf til að gagnrýna, þá getum við spurt okkur sjálf hvar og hvernig okkur finnst þrengt að okkur og síðan breytt því þannig að okkur líði betur.
Að staglast stöðugt á hvað aðrir gera eða gerðu. Nema tilgangurinn sé að skilja eitthvað eða meta eitthvað, getum við sparað mikinn tíma sem hefur farið í að endurmeta og endurskoða eitthvað sem einhver gerði eða sagði. Ef það hefur ekki bein áhrif á okkur á þann veg að það krefjist óskiptar athygli okkar, þá getum við einfaldlega óskað þeim góðs gengis og haldið áfram að byggja upp það líf sem við viljum. Ef það hefur bein áhrif á okkur, þá afgreiðum við það og sleppum því svo frá okkur.
Áhyggjur. Nema við viljum meira af því sama, þá getum við sleppt áhyggjum. Þú hefur eflaust heyrt að flest af því sem við höfum áhyggjur af gerist aldrei; og það sem gerist, fáum við aldrei tíma til að hafa áhyggjur af. Ef við getum breytt einhverju til að gera aðstæðurnar betri, ættum við að gera það. Ef við erum ekki viss hvað við eigum að gera, þá getum við gert hlé þangað til við vitum það. Ef við getum ekki breytt einhverju í ytra umhverfinu, þá getum við skipt yfir á innra umhvefi með því að skoða málið frá annari hlið og skoðað hvað við viljum bæta.
Góð nýting á tíma er að gera eitthvað sem fær okkur til að líða betur. Fyrir sumt fólk, þá inniheldur það bænir og hugleiðslu. Fyrir aðra, er það líkamsrækt, afslappandi bað, eða jafnvel smá blundur. Jafnvel róandi tónlist eða fyndin mynd sem er málið. Góð gönguferð er kannski málið, eða heimsókn til vinar. Því betur sem okkur líður, því betri atburði og fólk löðum við að okkur í lífinu.
Við eigum öll stundir þar sem við erum ekki í jafnvægi og okkur líður illa. En það er ekki skylda að líða þannig, jafnvel þó að sýnist rökrétt. Við þurfum kannski að fá útrás og gráta eða láta í ljós tilfinningar okkar sem eru allt eðlilegir hlutir að gera; en við þurfum ekki að vera á þeim stað lengur en þörf er á. Ef þú hugsar um lögmál aðdráttaraflsins: Við drögum þannig tilfinningum að okkur sem við einbeitum okkar sterkustu tilfinningum að Hugsanir sem við gefum nægjanlega tilfinningarorku eru líklegri til að verða að raunveruleika. Við getum breytt orkunni með því að velja að líða jafnvel bara aðeins betur.
Við höfum öll sama magn af tíma á hverjum degi. Viljum við ekki frekar velja að gera sem mest úr honum og líða vel meðan við gerum það ?