Talaðu við barnið þitt um skaðsemi áfengis og fíkniefna
Talaðu við barnið þitt um skaðsemi áfengis og fíkniefna
Hér koma nokkur dæmi sem hægt er að tala um:
Útskýrðu hvernig neyslan skaðar fólk . líkamlega með því að seinka þroska , skerða dómgreind og hæfni til að verjast hættum. Tilfinningarlega með því að einangrast frá vinum og ættingjum , finna síður fyrir gleði og getur leitt til kvíða, þunglyndis og árásartilfinningar.
Minni námshæfni kemur m.a. fram í minnistapi og athyglisbresti..
Talaðu um frítímann og hvernig er hægt að nota hann á jákvæðan hátt t.d. með því að spila á hljóðfæri , sækja tónlistarviðburði, stunda íþróttir , lesa áhugavert efni, hjóla og margt fleira
það er afar mikilvægt að skapa tækifæri til að eiga þetta áríðandi samtal við barnið þitt. Vertu vakandi fyrir stundum þar sem þetta samtal um áfengi og vímuefni geti átt sér stað, hafðu skilaboðin skýr, talaðu rólega, og ekki ýkja. því Þeim mun meiri líkur eru á því að barnið þitt forðist vímuefnagildruna.
Leitaðu aðstoðar ef grunsemdir vakna, það er styrkur , ekki veikleiki.
http://www.thuskiptirmali.is/a-er-til-lausn