Jólin þín og mín

Þakklæti er okkur efst í huga þegar við göngum frá þessu verkefni sem núna var að klárast. "Jòlin þìn og mìn" jólatónleikasýning Tònasmiđjunnar og gesta náđi hápunkti sìnum ì Íþróttahöllinni á Húsavík sunnudaginn 17. des. Hátíðleg stund með yfir 60 flytjendur og þátttakendur á ýmsum aldri. Æðisleg stemmning, ásamt frábærum tónleikagestum. Yndisleg stund sem gaf okkur mikiđ. Tónasmiðjunni langar ađ þakka þeim fjölmörgu sem komu ì Höllina og nutu stundarinnar međ okkur og öllum sem gerðu þetta með okkur. Takk!! ÞIÐ eruð FRÁBÆR. Þetta verkefni okkar er bùiđ ađ vera skemmtilegt en um leiđ krefjandi ferđalag, sem náði hápunkti sínum með þessum FLOTTU tónleikum, mikiđ skipulag og margar æfingar sem skilađi sèr svo sannarlega. Sérstakar þakkir fá heiðursgestir okkar þau Hrafnhildur Ýr (Hrabbý) og Eyfi Kristjáns, stelpurnar frá STEPS Dancecenter, Kirkjukór Húsavíkur ásamt okkar magnaða hljóðmanni Eyþóri Alexander. Í ár eins og undanfarin ár styrkjum við Velferđarsjòđ Þingeyinga, en alls safnađist 750 þùsund krònur og lögðum við það inná reikning þeirra í gær. Á þessu ári 2023 höfum við styrkt þrjú góð málefni um samtals 1 milljón og 350 þúsund krónur. Viđ erum núna þegar byrjuđ ađ leggja drög ađ næsta verkefni sem byrjar hjá okkur ì Janùar og verður ROKKsýning ì maì n.k. Endilega fylgist með. Takk fyrir okkur.

Ljósm: Hilmar Friðjónsson

Previous
Previous

Ársskýrsla 2023

Next
Next

Við byrjuðum öll að drekka 13 ára