HETJUR

ROKKUM til styrktar UMHYGGJU og langveikum börnum haldið á Húsavík 25. Maí og á Dalvík 9. Júní s.l.

STOLT og ÞAKKLÆTI er okkur í Tónasmiðjunni efst í huga þegar við göngum frá þessu verkefni sem núna var að klárast. Tónleikasýningin HETJUR náđi hápunkti sìnum með glæsilegum tónleikum seinnipartinn í gær. FRÁBÆR stund í Menningarhúsið Berg í nánast fullum sal og með yfir 35 flytjendur á ýmsum aldri.

Þetta var yndisleg stund sem gaf okkur mikiđ.

Verkefnið HETJUR er búið að vera í gangi núna síðan í Janúar s.l. og var ákveðið að þessu sinni að halda tvær sýningar bæði á Húsavík þann 25. Maí s.l. og svo á Dalvík og er þetta bùiđ ađ vera skemmtilegt og um leiđ krefjandi ferđalag. þad gleður okkur mikiđ ađ geta styrkt að þessu sinni Umhyggja - Félag langveikra barna með ágóða af verkefninu samtals 500 þúsund krónur sem við lögðum inn á reikning þeirra í dag.

Við viljum þakka ÖLLUM þeim tónleikagestum sem komu á sýningarnar og nutu stundanna međ okkur bæði á Húsavík og svo á Dalvík í gær. Öllum þeim FLOTTU flytjendum sem tóku þátt í þessu verkefni og okkar yndislegu heiðursgestum í gær þeim Írisi Lind og Sigga Ingimars og á Húsavík Diljá Péturs og Krumma Björgvins sem gáfu vinnu sína, ásamt öllum öðrum til að styðja við þetta GÓÐA verkefni.

TAKK!!! fyrir okkur

Íris Lind og SIggi Ingimars

Krummi Björgvins

Diljá Péturs

Previous
Previous

Aðeins eitt LÍF

Next
Next

Ársskýrsla 2023