HETJUR
ROKKUM til styrktar UMHYGGJU og langveikum börnum haldið á Húsavík 25. Maí og á Dalvík 9. Júní s.l.
STOLT og ÞAKKLÆTI er okkur í Tónasmiðjunni efst í huga þegar við göngum frá þessu verkefni sem núna var að klárast. Tónleikasýningin HETJUR náđi hápunkti sìnum með glæsilegum tónleikum seinnipartinn í gær. FRÁBÆR stund í Menningarhúsið Berg í nánast fullum sal og með yfir 35 flytjendur á ýmsum aldri.
Þetta var yndisleg stund sem gaf okkur mikiđ.
Verkefnið HETJUR er búið að vera í gangi núna síðan í Janúar s.l. og var ákveðið að þessu sinni að halda tvær sýningar bæði á Húsavík þann 25. Maí s.l. og svo á Dalvík og er þetta bùiđ ađ vera skemmtilegt og um leiđ krefjandi ferđalag. þad gleður okkur mikiđ ađ geta styrkt að þessu sinni Umhyggja - Félag langveikra barna með ágóða af verkefninu samtals 500 þúsund krónur sem við lögðum inn á reikning þeirra í dag.
Við viljum þakka ÖLLUM þeim tónleikagestum sem komu á sýningarnar og nutu stundanna međ okkur bæði á Húsavík og svo á Dalvík í gær. Öllum þeim FLOTTU flytjendum sem tóku þátt í þessu verkefni og okkar yndislegu heiðursgestum í gær þeim Írisi Lind og Sigga Ingimars og á Húsavík Diljá Péturs og Krumma Björgvins sem gáfu vinnu sína, ásamt öllum öðrum til að styðja við þetta GÓÐA verkefni.
TAKK!!! fyrir okkur