Fyrirgefning

Fyrirgefning er leið til að sleppa. Samt eru svo margir sem líta á að fyrirgefning sé það sama og að gefa eftir, að láta eitthvað viðgangast eða sem veikleikamerki. Eins og að fyrirgefa einhverjum eða sjálfum sér sé samþykki á áframhaldandi virðingarleysi eða misnotkun. Með því að fyrirgefa ekki, erum við í raun að skaða okkur sjálf meira heldur en upphaflegi skaðinn var.

Þegar við fyrirgefum, þá sleppum við sársaukanum ásamt refsingunni og við erum frjáls.

Fyrirgefning vinnur ekki gegn heilbrigðum takmörkum eða því sem við höfum lært frá eigin upplifun. Í stað þess kennir það okkur að víkka innri þekkingu og traust. Hver upplifun sem við höfum orðið fyrir er tækifæri til að læra, vaxa og byggja upp samúð. Án fyrirgefningar, munum við verða vansæl og bitur, og á endanum missa lífsgleðina.Krafturinn á bak við fyrirgefninguna er mjúkur og hlýr; það er form af sjálfsumhyggju og losun. Þú getur valið að vera í því formi hvenær sem þú vilt.

1. Sjáðu fyrir þér mynd af einhverri persónu sem hefur skaðað þig í lífi þínu. Taktu eftir hvort þú sért ennþá að upplifa sársaukann. Ef ekki, finndu þá frelsið við að sleppa takinu. Ef þú ert ennþá að upplifa sársauka, spurðu sjálfan þig hvernig þetta er að snerta þig í núinu? Skrifaðu niður hvað er jákvætt fyrir þig og hvað er neikvætt. Listinn mun síðan útskýra sig sjálfur.

2. Fyrir hverja persónu sem hefur skaðað þig í lífinu, áttaðu þig á hvaða skoðun sem þú hefur á þeim. Finnur þú fyrir gremju? Skrifaðu niður hvað þarf til að þú getir sleppt takinu? Byrjaðu strax. Eitt skerf í einu færir þig einu skerfi nær friði og hamingju.

3. Hvar hefur þú ekki fyrirgefið sjálfum þér? Hvað gerir það þér? Hvernig myndi þér líða ef þú slepptir og veitti þér frelsi? Fáðu skýra mynd í hugann, skrifaðu hana niður. Festu myndina og huganum og hafðu það sem þú skrifaðir niður einhverstaðar þar sem þú sérð það alltaf.

4. Stilltu þig inn á hreinan kraft af fyrirgefningu, með því að loka augunum og finndu kyrrðina í sálu þinni og hjarta. Róaðu hugann og líkamann. Ímyndaðu þér fallegan geisla með gylltu ljósi nokkur fet fyrir framan þig sem lýsir upp staðhæfinguna fyrirgefning. Ímyndaðu þér að þú stígir inn í þennan hreina kraft af fyrirgefningu. Finndu hvernig þér líður. Láttu nú allan líkamann umvefjast þessari orku.

5. Þegar þú ert tilbúinn að fyrirgefa, ímyndaðu þér að einhver sem þér gremst standi fyrir framan þig. Einbeittu þér þér að tilfinningunni að fyrirgefa um leið og þú horfir á viðkomandi, mjög mikilvægt að horfa djúpt inní sál þeirra. Þú munt sjá að hún er hrein og blíð. Flest fólk gerir sér ekki grein fyrir þeim sársauka sem það veldur öðrum. Leyfðu sjálfum þér að sleppa sársaukanum og frelsaðu þig frá viðkomandi með því að fyrirgefa þeim. Fyrirgefðu sjálfum þér.

6. Næst þegar einhver særir þig, spurðu sjálfan þig hvernig þig langar til að líða. Langar þig að vera reiður, sár og gramur eða viltu frekar vera hamingjusamur og frjáls? Ef þú er tilbúinn að líða betur, veldu þá að fyrirgefa, sem er í raun leið til að sleppa. Skilgreindu síðan hvaða takmörk þú vilt setja gagnavart viðkomandi eða þú getur líka valið að þú viljir ekki hafa þessa manneskju í lífi þínu meira. Valið er þitt.

" Að fyrirgefa er eins og að gefa fanga frelsi og uppgötva að fanginn ert þú sjálfur."

Previous
Previous

Hver er ég ?

Next
Next

Dagurinn í dag